Enski boltinn

Wenger: Of fullur af ógeði til að tjá mig um dómarann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/AP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir markalaust jafntefli á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni en hans mönnum mistókst þar að minnka forskot Manchester United í eitt stig og setja pressu á toppliðið fyrir leikinn á Anfield á morgun.

„Við erum mjög vonsviknir því við gáfum mikið í þennan leik í dag. Við reyndum allt en Sunderland varðist mjög vel í þessum leik," sagði Arsene Wenger.

Rússinn Andrei Arshavin skoraði að því virðist löglegt mark sem var dæmt af vegna rangstöðu og hann hafði áður verið felldur í vítateignum án þess að nokkuð væri dæmt.

„Ég er of fullur af ógeði til að tjá mig um ákvarðanir dómarans, bæði rangstöðuna og vítaspyrnudómana. Það þarf ekki að segja mér að þetta hafi ekki verið rangstaða. Við verðum bara að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti en það var ekkert réttlæti í þessu," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×