Innlent

Úrskurðað um trúnaðargögn þegar landsdómur kemur saman

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Saksóknari vill fá afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs Haarde.
Saksóknari vill fá afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs Haarde.
Landsdómur mun koma saman í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu klukkan eitt í dag. Þar er annars vegar stefnt að því að flytja kröfu saksóknara Alþingis um að fá aðgang að tölvupóstsamskiptum Geirs Hilmars Haarde meðan hann var forsætisráðherra.

Hins vegar mun Landsdómur kveða upp dóm um hvort Geir eigi aðild að málinu á rannsóknarstigi. Hann krafðist þess fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun febrúar en héraðdómur synjaði því. Geir kærði því úrskurðinn til Landsdóms. Því mun það ráðast í dag hvort Geir fái að koma að sínum kröfum í málinu á þessu stigi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×