Innlent

Fyrsta frávísun í landsdómi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Saksóknari Alþingis, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vill aðgang að tölvupóstsamskiptum Geirs. Mynd/ GVA.
Saksóknari Alþingis, Sigríður J. Friðjónsdóttir, vill aðgang að tölvupóstsamskiptum Geirs. Mynd/ GVA.
Hvorki verjandi Geirs Haarde né saksóknari Alþingis gera athugasemdir við hæfi þeirra dómara sem skipaðir eru í landsdóm. Landsdómur kom saman í dag vegna deilu um aðgang að upplýsingum úr Þjóðskjalasafni. Í tengslum við það deilumál hafði Héraðsdómur synjað Andra Árnasyni, lögmanni Geirs, um aðild að málinu á rannsóknarstigi. Úrskurðinum var vísað til landsdóms, en dómurinn vísaði málinu frá í dag. Nú á eftir að flytja kröfu saksóknara Alþingis um aðgang að tölvupóstsamskiptum Geirs meðan hann var forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×