Innlent

Segir málshöfðun gegn Geir ekki standast kröfur

Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður segir málshöfðun Alþingis gegn Geir H. Haarde hvorki standast kröfur um skýrleika refsiheimilda né réttláta málsmeðferð.

Þetta kemur fram í grein sem Hróbjartur ritar í Úlfljót. Hróbjartur segir lög um landsdóm afar óskýr enda sé sú háttsemi sem talin er vera refsiverð samkvæmt lögunum ekki skilgreind nánar og enginn mælikvarði til viðmiðunar um það hvers konar háttsemi feli í sér ,,fyrirsjáanlega hættu" eða hvað sé ,,heill ríkisins" en þau hugtök eru m.a. í lögunum.

Hróbjartur segir þennan óskýrleika leiða til þess að svigrúm dómsins til að meta hvort háttsemi Geirs varði refsingu verði óhóflegt og raunar geðþóttalegt. Þá tekur hann fram að ótækt sé að niðurstaða dómsins ráðist af því hvaða skilning ólöglærðir dómarar leggja í óskýrar verknaðarlýsingar lagana.

Þá segir Hróbjartur lögin byggja á úreltu fyrirkomulagi um að ákvörðun um saksókn skuli tekin áður en eiginleg rannsókn á ætluðum brotum fer fram. Það sé andstætt almennt viðurkenndri meðferð sakamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×