Íslenski boltinn

Helgi: Skrýtið að fá nýjan þjálfara á þessum tímapunkti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helgi Sigurðsson í leik með Víkingi síðastliðið sumar.
Helgi Sigurðsson í leik með Víkingi síðastliðið sumar.
Helgi Sigurðsson, fyrirliði Víkings, segist vera ánægður með nýja þjálfarann en Andri Marteinsson var í dag ráðinn til félagsins.

Leifi Garðarssyni var sagt upp störfum í síðustu viku en hann kom liðinu upp í Pepsi-deild karla síðastliðið haust.

Mikið hefur verið fjallað um aðdraganda þess máls og segir Helgi að þessar vikur hafi ekki verið auðveldar fyrir leikmennina.

„Það er skrýtin tilfinning að vera kominn með nýjan þjálfara á þessum tímapunkti enda gerist það ekki oft í íslenskri knattspyrnu að skipt sé um þjálfara í mars. Leifur var búinn að vinna gott starf og það er leiðinlegt þegar svona lagað gerist," sagði Helgi í samtali við Vísi í dag.

„En hópurinn er spenntur fyrir nýjum þjálfara og mun taka honum vel."

„Ég ætla þó ekki að segja að þetta hafi verið auðveldar vikur enda hefur ýmislegt gengið á. Leikmenn hafa gert sitt besta til að halda einbeitingunni í lagi. Nú er þessu máli lokið og við erum tilbúnir til að takast á við þær miklu áskoranir sem eru fram undan."


Tengdar fréttir

Andri: Verið erfitt fyrir alla aðila

Andri Marteinsson er því feginn að hann sé búinn að ganga frá samningum við Víking og hlakkar til sumarsins sem er fram undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×