Enski boltinn

Terry: Verðum að sýna að við séum menn en ekki mýs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Terry og Torres á æfingu í Köben.
Terry og Torres á æfingu í Köben.
John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur fengið nóg af slæmu gengi liðsins undanfarnar vikur og segir að leikmenn liðsins verði að herða róðurinn ef þeir ætla sér að bjarga tímabilinu.

Chelsea vann tvöfalt í fyrra en er úr leik í bikarnum og svo gott sem úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn.

"Við höfum verið að spila undir getu í vetur. Nú er samt kominn tími til þess að rífa sig upp og gera það gott í Meistaradeildinni," sagði Terry en Chelsea sækir FCK heim í kvöld.

"Við þurfum að sýna að við séum menn en ekki mýs og axla ábyrgð. Ég hef verið lengi hjá Chelsea og upplifað góða og slæma tíma. Þetta tímabil hefur verið erfitt en leikmenn eru samt hungraðir. Það er jákvætt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×