Enski boltinn

Wenger: Sigur nauðsynlegur í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að liðið verði að vinna Stoke í kvöld ætli liðið sér að berjast af fullri alvöru um enska meistaratitilinn.

Liðin mætast á Emirates-vellinum klukkan 19.45 í kvöld en Arsenal hefur þegar tapað fyrir bæði West Brom og Newcastle á heimavelli í vetur.

„Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur,“ sagði Wenger í viðtali á heimasíðu félagsins. „Besta leiðin til að vinna deildina er að vinna þennan leik. Það er það eina sem skiptir máli,“ bætti hann við.

„Ef við ætlum okkur að halda í við Manchester United verðum við að vinna þennan leik. Við höfum gengið í gegnum ýmsilegt í deildinni en okkur hefur tekist að koma sterkir til baka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×