Enski boltinn

Wenger: Walcott missir af úrslitaleiknum á sunnudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott meiddist í kvöld.
Theo Walcott meiddist í kvöld. Mynd/AP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði eftir 1-0 sigur liðsins á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í kvöld að ökklameiðsli Theo Walcott séu það alvarleg að hann verður ekki með í úrslitaleik deildarbikarsins á móti Birmingham á sunnudaginn kemur.

Cesc Fabregas fór líka meiddur af velli og það eftir aðeins fjórtán mínútur. Wenger sagði að hann hafði tognað aftan í læri en að þeir viti meira um stöðuna á honum á morgun.

„Það var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur og þessi þrjú stig voru okkur nauðsynleg," sagði Arsene Wenger.

„Við náðum í þessi stig þökk sé einbeitingu, aga og klókinda því við náðum ekki að spila flottan fótbolta í þessum leik," sagði Wenger.

„Ég vil óska mínum mönnum til hamingju. Ég trúði því varla að við hefðum skorað með skalla á móti Stoke en við vorum alltaf hættulegir í hornspyrnum og föstum leikatriðum í kvöld," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×