Enski boltinn

Zhirkov íhugar að yfirgefa Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Yuri Zhirkov.
Yuri Zhirkov.
Fastlega má búast við því að Rússinn Yuri Zhirkov yfirgefi herbúðir Chelsea næsta sumar. Zhirkov mun gera tilraun til þess að koma sér aftur í lið Chelsea. Gangi það ekki mun hann fara frá félaginu.

Þessi 27 ára gamli Rússi er nýbúinn að jafna sig af ökklameiðslum sem hafa haldið honum utan vallar í þrjá mánuði.

"Ef mér tekst ekki að komast í liðið verð ég að skoða aðra möguleika," sagði Zhirkov.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×