Enski boltinn

Rooney kallar eftir einbeitingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wayne Rooney, framherji Man. Utd, varar við því að leikmenn liðsins fari fram úr sjálfum sér. Hann segir að menn verði að halda einbeitingu ef þeir ætli sér að vinna til verðlauna í lok tímabilsins.

United er í fínni stöðu en leikir næstu vikna munu skera úr um hvort liðið lyftir bikurum eður ei.

"Á þessum tímapunkti verða menn að halda fókus og vera einbeittir. Það skiptir öllu máli því það má ekki horfa of langt fram á veginn. Þá getur allt farið til fjandans. Það eru gríðarlega mikilvægir leikir fram undan og það þarf að einbeita sér að einum í einu," sagði Rooney.

"Við vitum vel að þetta verður erfitt en við verðum að halda áfram og ef við sköpum okkur færi þá er ég viss um að við munum berjast um bikara allt til enda."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×