Enski boltinn

Hamburg á eftir Bendtner

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það spá því margir að Nicklas Bendtner sé á förum frá Arsenal í sumar og nú berast fréttir af því að þýska félagið Hamburg sé á eftir honum.

Hamburg vantar mann til þess að fylla skarðið sem Ruud Van Nistelrooy mun skilja eftir sig en hann er væntanlega á förum frá félaginu.

Þó svo Bendtner sé samningsbundinn Arsenal til 2014 þá er hann ósáttur við hversu lítið hann spilar og gæti því reynt að þvinga fram sölu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×