Enski boltinn

Wenger vonsvikinn og Van Persie meiddur

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Wenger á spjalli við markvörðinn unga eftir leik.
Wenger á spjalli við markvörðinn unga eftir leik.
Arsene Wenger var vonsvikinn eftir að Arsenal missti af deildabikarmeistaratitlinum eftir 2-1 tap gegn Birmingham í dag. Obafemi Martins skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir ótrúlegt klúður í vörn Arsenal.

„Ég vildi enda biðina eftir titilinn í dag. Við þurfum að bíða aðeins lengur. Bæði lið gáfu allt í þetta sem þau áttu og ég óska Birmingham til hamingju með titilinn," sagði Wenger eftir leikinn og vildi ekki kenna Wojciech Szczesny, markverði Arsenal, um ósigurinn en hann átti slæman dag og missti boltann afar klaufalega frá sér í sigurmarki Martins.

„Hvað getur maður sagt? Við verðum að vera jákvæðir því Szczesny er ungur leikmaður. Hann verður að ná sér eftir þetta og vonandi gerir hann það," sagði Wenger.

Hollenski framherjinn Robin van Persie meiddist í leiknum á hné. „Við erum í góðri stöðu í öðrum keppnum en við megum ekki við því að missa fleiri leikmenn í meiðsli. Við misstum Fabregas í meiðsli í vikunni og nú van Persie. Hann meiddist á hné og það verður skoðað á morgun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×