Ráðherra hyggst óska skýringa 7. október 2011 06:00 Páll Magnússon „Þú getur rétt ímyndað þér hvort ég hafi ekki skoðanir á þessu en ég bara kýs að tjá mig ekki að svo stöddu," segir Páll Magnússon, nýráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins, um háværar gagnrýnisraddir sem heyrst hafa um ráðninguna. Málið standi ekki upp á hann heldur stjórn Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra hefur ákveðið að óska formlega eftir skýringum á ráðningarferlinu frá stjórn Bankasýslunnar og verður það gert á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, fór hörðum orðum um málið á Alþingi í gær. „Ráðning forstjóra Bankasýslu ríkisins er hneyksli," sagði Helgi. „Ráðinn hefur verið forstjóri sem hvorki hefur menntun né starfsreynslu af fjármálamörkuðum. Með því sviptir Bankasýslan sig því trausti og þeim trúverðugleika sem hún verður að njóta þar sem hún fer með eignarhlut Íslendinga í viðskiptabönkunum og það vandasama verkefni að selja hluta þeirra einkaaðilum." Helgi sagði að fortíð Páls, sem aðstoðarmanns Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir, stæði honum fyrir þrifum. Enn fremur væri óheppilegt að forstjóri Bankasýslunnar hefði pólitískan bakgrunn, enda væri hlutverk hans í og með „að halda bönkunum armslengd frá stjórnmálunum í landinu". Páll er guðfræðingur að mennt og með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu. Stjórnarformaðurinn hefur sagt hann hæfasta umsækjandann, jafnvel þótt hann hafi ekki komið best út í mati á menntun og starfsreynslu.- sh Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
„Þú getur rétt ímyndað þér hvort ég hafi ekki skoðanir á þessu en ég bara kýs að tjá mig ekki að svo stöddu," segir Páll Magnússon, nýráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins, um háværar gagnrýnisraddir sem heyrst hafa um ráðninguna. Málið standi ekki upp á hann heldur stjórn Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra hefur ákveðið að óska formlega eftir skýringum á ráðningarferlinu frá stjórn Bankasýslunnar og verður það gert á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, fór hörðum orðum um málið á Alþingi í gær. „Ráðning forstjóra Bankasýslu ríkisins er hneyksli," sagði Helgi. „Ráðinn hefur verið forstjóri sem hvorki hefur menntun né starfsreynslu af fjármálamörkuðum. Með því sviptir Bankasýslan sig því trausti og þeim trúverðugleika sem hún verður að njóta þar sem hún fer með eignarhlut Íslendinga í viðskiptabönkunum og það vandasama verkefni að selja hluta þeirra einkaaðilum." Helgi sagði að fortíð Páls, sem aðstoðarmanns Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir, stæði honum fyrir þrifum. Enn fremur væri óheppilegt að forstjóri Bankasýslunnar hefði pólitískan bakgrunn, enda væri hlutverk hans í og með „að halda bönkunum armslengd frá stjórnmálunum í landinu". Páll er guðfræðingur að mennt og með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu. Stjórnarformaðurinn hefur sagt hann hæfasta umsækjandann, jafnvel þótt hann hafi ekki komið best út í mati á menntun og starfsreynslu.- sh
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira