Enski boltinn

Barcelona seldi 19 ára framherja til Blackburn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rubén Rochina í æfingaleik með Barcelona á móti Al Ahly.
Rubén Rochina í æfingaleik með Barcelona á móti Al Ahly. Mynd/Nordic Photos/Getty
Barcelona seldi í kvöld varaliðsframherjan Rubén Rochina til enska félagsins Blackburn fyrir um 450 þúsund evrur eða tæpar 72 milljónir íslenskra króna. Það var annars ekki mikið að gerast á félagsskiptamarkaðnum á Spáni í dag.

Rubén Rochina er 19 ára gamall og 179 sm framherji. Hann kom til Barcelona frá Valencia árið 2004 þegar hann var var þrettán ára gamall og fór síðan í gegnum margrómað unglingastarf félagsins.

Rochina hefur ekki enn spilað með aðalliði félagsins en hefur spilað stórt hlutverk með varaliði félagsins sem og með spænska 19 ára landsliðinu þar sem hann hefur skorað 4 mörk í 9 leikjum.

Stuðningsmenn Barcelona höfðu mikla trú á þessum leikmanni og kölluðu hann næsta Pedro Rodriguez. Framtíð Rochina verður hinsvegar hjá Blackburn þar sem hann hefur gert fjögurra ára samning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×