Enski boltinn

Bolton fær Daniel Sturridge á láni frá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge er orðinn liðsfélagi Grétars Rafns Steinssonar.
Daniel Sturridge er orðinn liðsfélagi Grétars Rafns Steinssonar. Mynd/AFP
Chelsea hefur lánað Daniel Sturridge til Bolton til loka tímabilsins og mun Sturridge vera í hópnum hjá Bolton í leiknum á móti Wolverhampton Wanderers á miðvikudagskvöldið.

Sturridge er 21 árs gamall framherji sem hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Carlo Ancelotti enda búinn að vera á eftir Didier Drogba, Nicolas Anelka og Salomon Kalou í goggunarröðunni.

Eftir að Chelsea keypti Fernando Torres frá Liverpool í kvöld var það síðan endanlega ljóst að hann fengi ekki fleiri tækifæri á þessu tímabili.

Owen Coyle, stjóri Bolton, hafði verið að leita sér að sóknarmanni áður en félagsskiptaglugginn lokaði en hann missti af Arsenal-manninum Carlos Vela til West Bromwich Albion.

„Ég vissi að félagið hafði áhuga á mér um helgina og síðan gekk þetta allt mjög hratt fyrir sig. Allt hefur gengið vel í kringum félagsskiptin og ég get ekki beðið að fá að spila fyrir Bolton. Bolton býður mér tækifæri að að spila reglulega og ég var mjög hrifinn af því sem stjórinn sagði mér," sagði Daniel Sturridge í viðtali á heimasíðu Bolton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×