Enski boltinn

Mandaric græddi á Megson

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gary Megson.
Gary Megson. Nordic Photos / Getty Images
Flest bendir til þess að Gary Megson taki við stjórastöðunni hjá Sheffield Wednesday sem leikur í ensku C-deildinni. Þetta fyrrum úrvalsdeildarlið má muna sinn fífil fegurri en Wednesday situr í 12. sæti deildarinnar sem stendur. Það er langt undir væntingum eiganda félagsins Milan Mandaric sem vill fá Megson í starf knattspyrnustjóra.

Mandaric réð Megson sem knattspyrnustjóra Leicester City árið 2007 þegar félagið var í eigu Mandaric. Megson var aðeins 6 vikur í starfi hjá Leicester áður en hann var fenginn til Bolton. Mandaric sem hefur ráðið fjöldan allan af knattspyrnustjórum í gegnum tíðina segir Megson þann eina sem hann hafi grætt á.

„Hann er eini knattspyrnustjórinn sem ég hef grætt peninga á þökk sé bótagreiðslunum sem ég fékk fyrir hann (frá Bolton)."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×