Grunaði FIFA um græsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júlí 2011 08:00 Jákup hefur vakið heimsathygli fyrir afskipti sín af styrkleikalista FIFA. Hann grunaði að ekki væri allt með felldu hjá FIFA. Færeyingar eiga landa sínum, Jákupi Emil Hansen, 28 ára gömlum stjórnmálafræðinema, mikið að þakka. Þökk sé útreikningum og þrautseigju hans neyddist Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, til þess að leiðrétta heimslista sinn. Færeyjar fóru upp fyrir Wales og bendir flest til þess að frændur okkar verði af þeim sökum í 5. styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni HM 2014 í Brasilíu í lok mánaðarins. Eftir frækinn 2-0 sigur Færeyinga á Eistum 7. júní fór Jákup að grennslast fyrir um hvaða þýðingu sigurinn hefði fyrir þjóð sína á heimslistanum. Hann reiknaði sjálfur og vafraði um netið þar sem hann fann bloggsíðuna www.football-rankings-info sem staðfesti útreikninga hans. Færeyjar ættu að vera fyrir ofan Wales á heimslistanum sem næmi 0,07 stigum. „Ég er heillaður af Andrew Jennings, blaðamanni BBC, sem hefur verið að skoða spillingu innan FIFA. Ég sagði færeyska knattspyrnusambandinu 10. júní að það væri mögulegt að Wales yrði ranglega fyrir ofan Færeyjar á næsta lista. Wales ætti marga leikmenn í ensku úrvalsdeildinni en við værum bara hálfatvinnumenn. Hugsanlega teldi FIFA það sér í hag að halda Wales fyrir ofan Færeyjar á listanum," segir Jákup og ber greinilega lítið traust til FIFA. Listinn var opinberaður 29. júní og Jákupi blöskraði þegar hann sá að löndin deildu 114. sæti en Wales var raðað fyrir ofan Færeyjar. Jákup setti sig aftur í samband við færeyska knattspyrnusambandið. Ekkert svar barst. „Þau hafa líklega haldið að ég væri haldinn ofsóknaræði," segir Jákup sem lét ekki deigan síga. Ef hann ætti ekki að ganga í málið, hver þá? Hann sendi útreikninga sína á færeysku fjölmiðlana en blaðamaðurinn Rolant Waag Dam var sá eini sem sýndi málinu áhuga. Með hans hjálp fór boltinn að rúlla. Loksins bárust svör frá knattspyrnusambandi Færeyja sem sagði að málið væri í skoðun hjá FIFA. Skömmu síðar sendi FIFA frá sér leiðréttingu á listanum og sagði villuna hafa legið í því að liðum sem voru jöfn að stigum hefði ekki verið raðað í stafrófsröð. Sú villa hefði verið á fleiri stöðum á listanum. FIFA gaf þó ekki upp hvor þjóðin yrði í efri styrkleikaflokknum. Það verður ekki ljóst fyrr en kemur að drættinum að þeirra sögn. Jákup var allt annað en sáttur við þessa tilkynningu og hafði áhyggjur af því hversu litla athygli leiðréttingin fékk í heimspressunni. Færeyjar væru 0,07 stigum ofar á listanum. Þeir ættu að vera í efri flokknum. „Því hafði ég samband við landsliðsþjálfarann Brian Kerr sem svaraði mér um hæl. Hann var sammála mér hversu mikilvægt væri að málið kæmist í heimspressuna. Hann sendi upplýsingarnar frá mér á tengiliði sína í fjölmiðlaheiminum og eftir það fóru hlutirnir að gerast. Fjölmiðlar um alla Evrópu hafa fjallað um málið. Ég hef meira að segja séð fréttir um málið í Túnis og Indlandi," segir Jákup. FIFA hefur legið undir mikilli gagnrýni undanfarin misseri, meðal annars vegna ásakana um spillingu. Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur lofað bættum vinnubrögðum og gagnsæi hjá sambandinu. „Ég er enginn stærðfræðingur. Ég vildi bara koma öllum í skilning um að listinn væri ekki réttur miðað við aukastafi. FIFA hefur breytt listanum en segir það vera vegna stafrófsraðar. Þeir hafa lofað betrumbót og gagnsæi í vinnubrögðum. Ef þeir meina það eiga þeir auðvitað að setja Færeyjar í 5. styrkleikaflokk," segir Jákup sem hefur skemmtilega tengingu við Ísland. Mágur hans er Osbjørn Jacobsen einn arkitekta Hörpunnar. Dregið verður í undankeppninni 30. júlí. Ljóst er að Ísland verður í 6. styrkleikaflokki en fróðlegt verður að sjá í hvorn flokkinn FIFA setur frændur okkar Færeyinga. Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Færeyingar eiga landa sínum, Jákupi Emil Hansen, 28 ára gömlum stjórnmálafræðinema, mikið að þakka. Þökk sé útreikningum og þrautseigju hans neyddist Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, til þess að leiðrétta heimslista sinn. Færeyjar fóru upp fyrir Wales og bendir flest til þess að frændur okkar verði af þeim sökum í 5. styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni HM 2014 í Brasilíu í lok mánaðarins. Eftir frækinn 2-0 sigur Færeyinga á Eistum 7. júní fór Jákup að grennslast fyrir um hvaða þýðingu sigurinn hefði fyrir þjóð sína á heimslistanum. Hann reiknaði sjálfur og vafraði um netið þar sem hann fann bloggsíðuna www.football-rankings-info sem staðfesti útreikninga hans. Færeyjar ættu að vera fyrir ofan Wales á heimslistanum sem næmi 0,07 stigum. „Ég er heillaður af Andrew Jennings, blaðamanni BBC, sem hefur verið að skoða spillingu innan FIFA. Ég sagði færeyska knattspyrnusambandinu 10. júní að það væri mögulegt að Wales yrði ranglega fyrir ofan Færeyjar á næsta lista. Wales ætti marga leikmenn í ensku úrvalsdeildinni en við værum bara hálfatvinnumenn. Hugsanlega teldi FIFA það sér í hag að halda Wales fyrir ofan Færeyjar á listanum," segir Jákup og ber greinilega lítið traust til FIFA. Listinn var opinberaður 29. júní og Jákupi blöskraði þegar hann sá að löndin deildu 114. sæti en Wales var raðað fyrir ofan Færeyjar. Jákup setti sig aftur í samband við færeyska knattspyrnusambandið. Ekkert svar barst. „Þau hafa líklega haldið að ég væri haldinn ofsóknaræði," segir Jákup sem lét ekki deigan síga. Ef hann ætti ekki að ganga í málið, hver þá? Hann sendi útreikninga sína á færeysku fjölmiðlana en blaðamaðurinn Rolant Waag Dam var sá eini sem sýndi málinu áhuga. Með hans hjálp fór boltinn að rúlla. Loksins bárust svör frá knattspyrnusambandi Færeyja sem sagði að málið væri í skoðun hjá FIFA. Skömmu síðar sendi FIFA frá sér leiðréttingu á listanum og sagði villuna hafa legið í því að liðum sem voru jöfn að stigum hefði ekki verið raðað í stafrófsröð. Sú villa hefði verið á fleiri stöðum á listanum. FIFA gaf þó ekki upp hvor þjóðin yrði í efri styrkleikaflokknum. Það verður ekki ljóst fyrr en kemur að drættinum að þeirra sögn. Jákup var allt annað en sáttur við þessa tilkynningu og hafði áhyggjur af því hversu litla athygli leiðréttingin fékk í heimspressunni. Færeyjar væru 0,07 stigum ofar á listanum. Þeir ættu að vera í efri flokknum. „Því hafði ég samband við landsliðsþjálfarann Brian Kerr sem svaraði mér um hæl. Hann var sammála mér hversu mikilvægt væri að málið kæmist í heimspressuna. Hann sendi upplýsingarnar frá mér á tengiliði sína í fjölmiðlaheiminum og eftir það fóru hlutirnir að gerast. Fjölmiðlar um alla Evrópu hafa fjallað um málið. Ég hef meira að segja séð fréttir um málið í Túnis og Indlandi," segir Jákup. FIFA hefur legið undir mikilli gagnrýni undanfarin misseri, meðal annars vegna ásakana um spillingu. Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur lofað bættum vinnubrögðum og gagnsæi hjá sambandinu. „Ég er enginn stærðfræðingur. Ég vildi bara koma öllum í skilning um að listinn væri ekki réttur miðað við aukastafi. FIFA hefur breytt listanum en segir það vera vegna stafrófsraðar. Þeir hafa lofað betrumbót og gagnsæi í vinnubrögðum. Ef þeir meina það eiga þeir auðvitað að setja Færeyjar í 5. styrkleikaflokk," segir Jákup sem hefur skemmtilega tengingu við Ísland. Mágur hans er Osbjørn Jacobsen einn arkitekta Hörpunnar. Dregið verður í undankeppninni 30. júlí. Ljóst er að Ísland verður í 6. styrkleikaflokki en fróðlegt verður að sjá í hvorn flokkinn FIFA setur frændur okkar Færeyinga.
Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira