Erlent

Fjölmiðlakóngur biðst afsökunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rupert Murdoch er búinn að biðjast afsökunar. Mynd/ AFP.
Rupert Murdoch er búinn að biðjast afsökunar. Mynd/ AFP.
Helstu blöð Bretlands birta í dag heilsíðuauglýsingar frá Rupert Murdoch vegna þess sem hann kallar alvarlegar misgjörðir News of the World. Í auglýsingunni segir „Okkur þykir fyrir þeim alvarlegu misgjörðum sem átt hafa sér stað.". Rebekah Brooks, fyrrverandi ritstjóri News of the World og Les Hinton, stjórnandi hjá útgáfufyrirtækinu News Corporation, sögðu upp störfum í gær vegna símahlerunarhneykslis sem skekið hefur Bretland að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×