Fótbolti

Corinthians býður 40 milljónir punda í Tevez

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tevez er staddur í Argentínu með landsliðinu þar sem Copa America fer fram.
Tevez er staddur í Argentínu með landsliðinu þar sem Copa America fer fram. Mynd. / AFP
Það er ekki hægt að segja að lognmolla ríki í kringum knattspyrnumanninn, Carlos Tevez, en hann vill ólmur komast frá Man. City. Nú hefur Corinthians lagt fram nýtt tilboð í Argentínumanninn.

Samkvæmt fréttastofu Sky Sports hefur brasilíska félagið, Corinthians, lagt fram nýtt tilboð uppá 40 milljóna punda í leikmanninn, en félagið hefur reynt að klófesta Tevez um tíma.

Corinthians bauð í vikunni 35 milljónir punda í leikmanninn, en því var staðfastlega neitað af forráðarmönnum Man. City.

Enska félagið hefur gefið það út að leikmaðurinn sé til sölu á 50 milljónir punda og því er ekki líklegt að tilboðið frá brasilíska félaginu sé nægilega hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×