Fótbolti

Svíar hirtu bronsið á HM

Stefán Árni Pálsson skrifar
Marie Hammarström skorar hér annað mark Svía í leiknum.
Marie Hammarström skorar hér annað mark Svía í leiknum. Mynd. / AFP
Svíar unnu til bronsverðlauna á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu kvenna eftir að hafa lagt Frakka, 2-1, í leiknum um þriðja sætið.

Svíþjóð lék einum færi síðustu tuttugu mínútur leiksins en stúlkurnar náðu samt að innbyrða sigur.

Svíar komust yfir eftir um hálftíma leik þegar Charlotta Schelin skoraði fyrir þær gulklæddu. Staðan var 1-0 í hálfleik, en í byrjun síðari háflleiks náðu þær frönsku að jafna metin.

Elodie Thomis skoraði laglegt mark með skoti utan teigs sem markvörður Svía átti ekki möguleika á að verja.

Staðan var jöfn alveg fram að 82. mínútu þegar Marie Hammarström náði að tryggja sigur þeirra sænsku með flottu skoti fyrir utan teig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×