Ódýrar indverskar sprautunálar ollu vandræðum á Landspítalanum Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2011 18:30 Dæmi eru um að Landspítalinn hafi fengið ónýtar indverskar sprautunálar sem ekki virkuðu sem skyldi og lyfjabrunna sem ekki stóðust gæðakröfur því hagkvæmasta tilboði var tekið í útboði til að spara peninga. Þetta olli bæði sjúklingum og starfsfólki óþægindum. Björn Zoega forstjóri Landspítalans segir að spítalinn þoli ekki meiri niðurskurð en skorið hafi verið niður um rúmlega átta milljarða króna frá árinu 2008, sem jafngildi tuttugu og þriggja prósenta niðurskurði. Rætt sé um eins og hálfs prósents niðurskurð í velferðarráðuneytinu en hjá Landspítalanum sé einfaldlega komið nóg. Þessi viðhorf Björns birtast í pistli eftir hann á vef Landspítalans. Við kaup á rekstrarvörum og lyfjum reiðir Landspítalinn sig á útboð Ríkiskaupa. Í þessum útboðum er leitast við að taka þeim tilboðum sem fela í sér minnst útgjöld. Á síðasta ári keypti spítalinn mikið af indverskum sprautunálum sem reyndust nánast ónothæfar. Reyndir hjúkrunarfræðingar áttu í erfiðleikum með að setja upp æðaleggi þar sem skurðurinn í nálunum var ekki jafn fínn og í þeim nálum sem áður voru notaðar en voru dýrari. Þá fékk spítalinn ónothæf lyfjahylki eftir útboð, en um er að ræða hylki sem gangast undir heitinu „lyfjabrunnar" meðal ýmissa heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga, þótt ekki sé um eiginlega lyfjabrunna að ræða. Lyfjabrunnur er lítið kringlótt hylki oftast úr málmi sem komið er fyrir undir húð, venjulega ofarlega á bringunni. Við hylkið er tengd örmjó slanga sem þrædd er í stóra bláæð innan á brjóstveggnum. Er brunnurinn svo notaður við lyfjagjafir en krabbameinssjúklingar fá lyfjabrunna til að losna við endurteknar lyfjagjafir í æð. Í þessu tilviki var um að ræða plasthylki sem aðrir sjúklingar nota, en þau reyndust fullkomlega ónothæf og voru þau, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar, frá sama framleiðanda og framleiddi sprautunálarnar. Björn Zoega, forstjóri LSH, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en sagðist þó ekki muna hvort vörurnar hafi verið framleiddar á Indlandi. Björn sagði að gerðar hafi verið kröfur til innflutningsaðila nálanna um að þeim yrði skipt út þar sem þær hafi ekki staðist gæðakröfur Landspítalans. Hann sagði að um þúsundir sprautunála hafi verið að ræða. Þá sagði Björn að spítalinn hafi jafnframt skipt út ónothæfum lyfjahylkjum og ekki væri greitt fyrir vörur sem ekki stæðust gæðakröfur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Dæmi eru um að Landspítalinn hafi fengið ónýtar indverskar sprautunálar sem ekki virkuðu sem skyldi og lyfjabrunna sem ekki stóðust gæðakröfur því hagkvæmasta tilboði var tekið í útboði til að spara peninga. Þetta olli bæði sjúklingum og starfsfólki óþægindum. Björn Zoega forstjóri Landspítalans segir að spítalinn þoli ekki meiri niðurskurð en skorið hafi verið niður um rúmlega átta milljarða króna frá árinu 2008, sem jafngildi tuttugu og þriggja prósenta niðurskurði. Rætt sé um eins og hálfs prósents niðurskurð í velferðarráðuneytinu en hjá Landspítalanum sé einfaldlega komið nóg. Þessi viðhorf Björns birtast í pistli eftir hann á vef Landspítalans. Við kaup á rekstrarvörum og lyfjum reiðir Landspítalinn sig á útboð Ríkiskaupa. Í þessum útboðum er leitast við að taka þeim tilboðum sem fela í sér minnst útgjöld. Á síðasta ári keypti spítalinn mikið af indverskum sprautunálum sem reyndust nánast ónothæfar. Reyndir hjúkrunarfræðingar áttu í erfiðleikum með að setja upp æðaleggi þar sem skurðurinn í nálunum var ekki jafn fínn og í þeim nálum sem áður voru notaðar en voru dýrari. Þá fékk spítalinn ónothæf lyfjahylki eftir útboð, en um er að ræða hylki sem gangast undir heitinu „lyfjabrunnar" meðal ýmissa heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga, þótt ekki sé um eiginlega lyfjabrunna að ræða. Lyfjabrunnur er lítið kringlótt hylki oftast úr málmi sem komið er fyrir undir húð, venjulega ofarlega á bringunni. Við hylkið er tengd örmjó slanga sem þrædd er í stóra bláæð innan á brjóstveggnum. Er brunnurinn svo notaður við lyfjagjafir en krabbameinssjúklingar fá lyfjabrunna til að losna við endurteknar lyfjagjafir í æð. Í þessu tilviki var um að ræða plasthylki sem aðrir sjúklingar nota, en þau reyndust fullkomlega ónothæf og voru þau, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar, frá sama framleiðanda og framleiddi sprautunálarnar. Björn Zoega, forstjóri LSH, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en sagðist þó ekki muna hvort vörurnar hafi verið framleiddar á Indlandi. Björn sagði að gerðar hafi verið kröfur til innflutningsaðila nálanna um að þeim yrði skipt út þar sem þær hafi ekki staðist gæðakröfur Landspítalans. Hann sagði að um þúsundir sprautunála hafi verið að ræða. Þá sagði Björn að spítalinn hafi jafnframt skipt út ónothæfum lyfjahylkjum og ekki væri greitt fyrir vörur sem ekki stæðust gæðakröfur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira