Enski boltinn

Wilshere frá í 2-3 vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jack Wilshere í leik með Arsenal.
Jack Wilshere í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Arsenal hefur orðið fyrir enn einu áfallinu en Jack Wilshere verður frá næstu 2-3 vikur vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrst fyrir fyrr í sumar.

Wilshere meiddist á ökkla í æfingaleik Arsenal gegn New York Red Bulls í lok júlí og var í fyrstu talið að hann yrði aðeins frá í nokkra daga. Síðan þá hafa meiðslin tekið sig upp með reglulegu millibili, nú síðast á mánudaginn.

„Hann varð fyrir bakslagi. Ef hann heldur áfram að spila gæti það leitt til álagsmeiðsla,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Hann telur að hann verði frá í 2-3 vikur.

Wilshere verður því ekki með Arsenal í leiknum mikilvæga gegn Udinese í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann mun einnig missa af leikjum Englands gegn Búlgaríu og Wales í undankeppni EM 2012 í byrjun september.

Arsenal mætir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×