Staðgöngumóðir Jóels fékk 300 þúsund Ingimar Karl Helgason skrifar 19. janúar 2011 12:01 Foreldrarnir með Jóel. Indverska konan sem gekk með barn fyrir íslenskt par nýlega, vill halda staðgöngumæðrun áfram. Hún fékk um þrjú hundruð þúsund krónur í sinn hlut. Staðgöngumæðrun fer mjög vaxandi á Indlandi og eru dæmi um að greiðsla fyrir meðgöngu nemir margföldum árslaunum indverskrar fjölskyldu. Íslenska parið Helga Sveinsdóttir og Einar Færseth, eignuðust son á Indlandi um miðjan nóvember; með aðstoð staðgöngumóður. Þau glíma við frjósemisvandamál og höfðu lengi reynt að eignast barn. Þau fóru til Indlands fyrir um ári síðan og voru þar í sambandi við þarlendan lækni, sem benti þeim á staðgöngumóður. Þá konu hitti þau í febrúar og sömdu við hana um að hún gengi með barn fyrir sig. Konan á tvö börn fyrir, syni. Hún er heimavinnandi, segir Helga Sveinsdóttir, en maður hennar starfar í viðskiptahverfinu í Mumbai. Þetta mun vera ágætlega statt fólk. Helga Sveinsdóttir segist vera konunni ævarandi þakklát og að hún muni aldrei gleyma henni; þau hafi lítillega verið í samskiptum við hana eftir fæðinguna, en samskiptunum sé nú lokið. Helga segir að konunni hafi liðið vel á meðgöngunni, og allt hafi gengið að óskum. Helga segir að þetta ferli allt hafi kostað þau sem nemur um þremur milljónum íslenskra króna. Inni í þeim kostnaði er glasafrjóvgun, þjónusta lækna og fæðingarkostnaðurinn, en Jóel, sonur þeirra, var tekinn með keisaraskurði. Ferlið allt kostaði Helgu og Einar um 3 milljónir króna. En hvað fékk staðgöngumóðirin í sinn hlut fyrir að ganga með barnið? „Ég er ekki með töluna alveg á hreinu en mér skilst að þetta séu í kringum 10 prósent," segir Helga. Helga heldur að konan hyggist nota féð til að setja í háskólasjóð fyrir syni sína; en getur hún eitthvað sagt okkur frekar um upplifun konunnar af þessu? „Allavega vissi ég það að þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu, þá spurði hún lækninn hvenær hún mætti gera þetta aftur," segir Helga. Norska blaðið Aftenposten fjallaði nýverið um staðgöngumæðrun á Indlandi. Þetta er ólöglegt í Noregi líkt og hér, en engin lög gilda um staðgöngumæðrun á Indlandi og allmörg dæmi eru um að barnlaus norsk pör hafi leitað þangað. Í úttekt Aftenposten kemur meðal annars fram að staðgöngumæðrun fari ört vaxandi á Indlandi. Ætla megi að þessi iðnaður, ef svo má segja, velti sem nemur um sextíu milljörðum króna árlega. Aftenposten ræðir við staðgöngufjölskyldu; þar segir að staðgöngumóðirin hafi fengið sem nemur fimmföldum árslaunum manns síns; í þessu tilviki, upp undir eina milljón króna, fyrir að ganga með barið. Haft er eftir manni hennar að þau hafi gert þetta vegna peniganna. Frekar verður fjallað um staðgöngumæðrun í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess sem ítarleg fréttaskýring verður birt um málið á Vísi síðar í dag. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Indverska konan sem gekk með barn fyrir íslenskt par nýlega, vill halda staðgöngumæðrun áfram. Hún fékk um þrjú hundruð þúsund krónur í sinn hlut. Staðgöngumæðrun fer mjög vaxandi á Indlandi og eru dæmi um að greiðsla fyrir meðgöngu nemir margföldum árslaunum indverskrar fjölskyldu. Íslenska parið Helga Sveinsdóttir og Einar Færseth, eignuðust son á Indlandi um miðjan nóvember; með aðstoð staðgöngumóður. Þau glíma við frjósemisvandamál og höfðu lengi reynt að eignast barn. Þau fóru til Indlands fyrir um ári síðan og voru þar í sambandi við þarlendan lækni, sem benti þeim á staðgöngumóður. Þá konu hitti þau í febrúar og sömdu við hana um að hún gengi með barn fyrir sig. Konan á tvö börn fyrir, syni. Hún er heimavinnandi, segir Helga Sveinsdóttir, en maður hennar starfar í viðskiptahverfinu í Mumbai. Þetta mun vera ágætlega statt fólk. Helga Sveinsdóttir segist vera konunni ævarandi þakklát og að hún muni aldrei gleyma henni; þau hafi lítillega verið í samskiptum við hana eftir fæðinguna, en samskiptunum sé nú lokið. Helga segir að konunni hafi liðið vel á meðgöngunni, og allt hafi gengið að óskum. Helga segir að þetta ferli allt hafi kostað þau sem nemur um þremur milljónum íslenskra króna. Inni í þeim kostnaði er glasafrjóvgun, þjónusta lækna og fæðingarkostnaðurinn, en Jóel, sonur þeirra, var tekinn með keisaraskurði. Ferlið allt kostaði Helgu og Einar um 3 milljónir króna. En hvað fékk staðgöngumóðirin í sinn hlut fyrir að ganga með barnið? „Ég er ekki með töluna alveg á hreinu en mér skilst að þetta séu í kringum 10 prósent," segir Helga. Helga heldur að konan hyggist nota féð til að setja í háskólasjóð fyrir syni sína; en getur hún eitthvað sagt okkur frekar um upplifun konunnar af þessu? „Allavega vissi ég það að þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu, þá spurði hún lækninn hvenær hún mætti gera þetta aftur," segir Helga. Norska blaðið Aftenposten fjallaði nýverið um staðgöngumæðrun á Indlandi. Þetta er ólöglegt í Noregi líkt og hér, en engin lög gilda um staðgöngumæðrun á Indlandi og allmörg dæmi eru um að barnlaus norsk pör hafi leitað þangað. Í úttekt Aftenposten kemur meðal annars fram að staðgöngumæðrun fari ört vaxandi á Indlandi. Ætla megi að þessi iðnaður, ef svo má segja, velti sem nemur um sextíu milljörðum króna árlega. Aftenposten ræðir við staðgöngufjölskyldu; þar segir að staðgöngumóðirin hafi fengið sem nemur fimmföldum árslaunum manns síns; í þessu tilviki, upp undir eina milljón króna, fyrir að ganga með barið. Haft er eftir manni hennar að þau hafi gert þetta vegna peniganna. Frekar verður fjallað um staðgöngumæðrun í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess sem ítarleg fréttaskýring verður birt um málið á Vísi síðar í dag.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira