Lögmaður sagði mansalsbrandara: Þetta átti að stuða Erla Hlynsdóttir skrifar 15. september 2010 14:33 Bragi Björnsson ákvað viljandi að stuða fundargesti Mynd: E.Ól. Mikill kliður fór um fyrirlestrarsal í Lögbergi um hádegisbilið þegar lögmaðurinn Bragi Björnsson sagði brandara á málþingi um mansal. Málþingið var á vegum Orators, félags lögfræðinema við Háskóla Íslands, og var Bragi einn framsögumanna. Að erindum loknum tóku framsögumenn við fyrirspurnum og spurði nemandi í salnum um mismun á tveimur dómsmálum þar sem mansal kemur við sögu. Annað málanna snýst um stúlku sem send var frá Litháen en upp komst um málið þegar hún trylltist í flugvélinni á leið hingað til lands. Í fyrirspurninni nefndi nemandinn að stúlkan hafi fengið „nýja klipppingu" en hár hennar var klippt áður en hún var send frá Litháen í því skyni að gera hana óþekkjanlegri en þeir sem sendu hana hingað létu hana hafa falsað vegabréf. Svartur húmor Bragi greip til kolsvarts húmors áður en hann svaraði fyrirspurninni: „Ef ég má vera með smá gálgahúmor þá er það kannski draumur allra kvenna að fá fría klippingu, förðun og óvissuferð út í heim." Heyra mátti að brandarinn fór misjafnlega í fundargesti sem sumum hverjum fannst lögmaðurinn þarna hafa farið yfir strikið. Bragi segist hins vegar hafa vitað að fólki myndi bregða við þessi orð og það væri einmitt þess vegna sem hann notaði þau. Ógeðfellt vandamál „Við Íslendingar notum oft kaldhæðni og húmor til að kljást við miður skemmtilega lífsreynslu. Þær stúlkur sem búa við erfiðar aðstæður, líkt og þessi stúlka, eru oft ginkeyptar fyrir gylliboðum um nýtt útlit og óvænta óvissuferð. Því miður eru þessar stúlkur oft blekktar á þennan hátt. Það er hin dapra staðreynd. Mér finnst allt í lagi að fólk verði aðeins slegið því við erum að kljást við svo ógeðfellt vandamál. Við viljum ekki trúa því að þetta eigi sér stað hér á litla Íslandi en við erum ekkert frábrugðin öðrum löndum," segir Bragi. Bragi var verjandi eins fimmmenninganna í mansalsmálinu svokallaða og var skjólstæðingur hans dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Hann hefur oft verið spurður hvernig hann hafi geð í sér til að verja menn sem sakaðir eru um glæpi á borð við mansal. „Ég hef stundum verið spurður hvernig mér detti þetta í hug. Ég veit ekki um neinn lækni sem myndi neita að sinna morðingja eða nauðgara um læknisaðstoð. Það er bara grundvallaratriði að í réttarríki á hver maður rétt á eins góðri málsvörn og hægt er," segir Bragi. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Mikill kliður fór um fyrirlestrarsal í Lögbergi um hádegisbilið þegar lögmaðurinn Bragi Björnsson sagði brandara á málþingi um mansal. Málþingið var á vegum Orators, félags lögfræðinema við Háskóla Íslands, og var Bragi einn framsögumanna. Að erindum loknum tóku framsögumenn við fyrirspurnum og spurði nemandi í salnum um mismun á tveimur dómsmálum þar sem mansal kemur við sögu. Annað málanna snýst um stúlku sem send var frá Litháen en upp komst um málið þegar hún trylltist í flugvélinni á leið hingað til lands. Í fyrirspurninni nefndi nemandinn að stúlkan hafi fengið „nýja klipppingu" en hár hennar var klippt áður en hún var send frá Litháen í því skyni að gera hana óþekkjanlegri en þeir sem sendu hana hingað létu hana hafa falsað vegabréf. Svartur húmor Bragi greip til kolsvarts húmors áður en hann svaraði fyrirspurninni: „Ef ég má vera með smá gálgahúmor þá er það kannski draumur allra kvenna að fá fría klippingu, förðun og óvissuferð út í heim." Heyra mátti að brandarinn fór misjafnlega í fundargesti sem sumum hverjum fannst lögmaðurinn þarna hafa farið yfir strikið. Bragi segist hins vegar hafa vitað að fólki myndi bregða við þessi orð og það væri einmitt þess vegna sem hann notaði þau. Ógeðfellt vandamál „Við Íslendingar notum oft kaldhæðni og húmor til að kljást við miður skemmtilega lífsreynslu. Þær stúlkur sem búa við erfiðar aðstæður, líkt og þessi stúlka, eru oft ginkeyptar fyrir gylliboðum um nýtt útlit og óvænta óvissuferð. Því miður eru þessar stúlkur oft blekktar á þennan hátt. Það er hin dapra staðreynd. Mér finnst allt í lagi að fólk verði aðeins slegið því við erum að kljást við svo ógeðfellt vandamál. Við viljum ekki trúa því að þetta eigi sér stað hér á litla Íslandi en við erum ekkert frábrugðin öðrum löndum," segir Bragi. Bragi var verjandi eins fimmmenninganna í mansalsmálinu svokallaða og var skjólstæðingur hans dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Hann hefur oft verið spurður hvernig hann hafi geð í sér til að verja menn sem sakaðir eru um glæpi á borð við mansal. „Ég hef stundum verið spurður hvernig mér detti þetta í hug. Ég veit ekki um neinn lækni sem myndi neita að sinna morðingja eða nauðgara um læknisaðstoð. Það er bara grundvallaratriði að í réttarríki á hver maður rétt á eins góðri málsvörn og hægt er," segir Bragi.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira