Innlent

Reykur úr pizzaofni ræsti út slökkviliðið

Slökkviliðið var kallað út í dag á Laugaveg en þaðan höfðu borist tilkynningar um reyk út um glugga á húsi. Þegar komið var á staðinn kom hinsvegar í ljós að um var að ræða pizzustað þar sem menn voru að kynda eldofninn fyrir viðskipti dagsins. Að sögn slökkviliðsmanns mun þetta ekki vera í fyrsta sinn sem eldofnar á pizzustöðum valda slíkum miskilningi.


Tengdar fréttir

Tilkynnt um reyk á Laugavegi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er nú á leið í útkall en tilkynnt var um reyk út um glugga á húsi á gatnamótum Laugavegar og Barónsstígs. Engar nánari upplýsingar er að fá á þessari stundu um umfang málsins en þrír dælubílar hafa verið sendir á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×