Innlent

Morðinginn gengur enn laus

Maðurinn fannst látinn á heimili sínu í hádeginu.
Maðurinn fannst látinn á heimili sínu í hádeginu. Mynd/Egill

Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við morðið á 37 ára gömlum karlmanni sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í dag. Þetta sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjón, í samtali við fréttastofu á níunda tímanum í kvöld. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Friðrik gat heldur ekki sagt til um hvort fjölmiðlum yrði send fréttatilkynning um framvindu rannsóknarinnar í kvöld.



Maðurinn fannst látinn í hádeginu og telur lögregla að hann hafi að öllum líkindum verið verið myrtur með eggvopni. Lögreglumenn klæddir hvítum samfestingum fínkembdu hús hins látna og lóðina í kring í allan dag. Þá var rætt við nágranna en þeir gátu litlar sem engar upplýsingar gefið.



Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom manneskja sem hefur aðgang að húsinu að hinum látna um hádegisbilið og lét lögreglu vita.




Tengdar fréttir

Morðinginn ófundinn

Maðurinn sem fannst látinn laust fyrir hádegi á heimahúsi í Hafnarfirði var að öllum líkindum myrtur með eggvopni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlöregluþjónn, segir í tilkynningu að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins og að rannsókn þess sé á frumstigi.

Fannst látinn með stungusár

Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í hádeginu í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann með stungusár sem talið er að hann hafi hlotið í nótt. Fjölmennt lið lögreglu kom á vettvang og vinnur tæknideild nú að rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×