Bóndi ekur í fyrsta sinn á olíu af eigin akri 11. nóvember 2010 18:51 Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. Sérfræðingar frá Siglingastofnun og Landbúnaðarháskólanum voru kátir að sjá vöxtinn í repjunni sem sáð var í júlí en verður uppskera næsta árs. Fyrsti repjuakurinn var hins vegar svona skærgulur í mestum blóma þegar við mynduðum hann sumarið 2009 en það var uppskeran af honum, stútfull ker af repjufræjum, sem menn voru spenntastir fyrir í dag í litlu tilraunastöðinni sem búið er að setja upp á Þorvaldseyri. Fræin voru sett í þartilgerða pressu. Hratið fór í eitt ker, það er í raun úrvalsfóður, en vökvinn, það er olían, fór í annað. Jón Bernódusson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun, segir að fóðurmjölið sé mjög verðmætt og það standi í raun undir kostnaði við ræktunina. Olían sem slík sé því í raun hjáafurð og þar af leiðandi án kostnaðar. Ólafur bóndi hreinsaði olíuna betur í gegnum grisju áður en hann tappaði henni á brúsa. Repjuolíunni var síðan blandað út í hefðbundna dísilolíu í nokkuð jöfnum hlutföllum en síðan hellt á tankinn á hálfrar aldar gömlum Massey Ferguson. Svo var ræst og traktorinn.. jú, hann rauk í gang. Og þá var ekki eftir neinu að bíða en aka af stað. Ólafur segir þetta stóra stund fyrir þau á Þorvaldseyri að aka á eldsneyti af eigin akri, ekki síst eftir þær hremmingar sem gengu yfir í vor og sumar, þegar Eyjafjallajökull gaus, með öskufalli og aurflóðum yfir jörðina. Bóndinn fær líka matarolíu af akrinum og segir að það gæti verið áhugavert að selja hana beint af býli. Hjá Siglingastofnun dreymir menn um að heilu sandarnir verði græddir upp með repju. Jón Bernódusson segir að það sé í raun bakgrunnurinn að þessu verkefni; hvort unnt sé að framleiða lífrænt eldsneyti hérlendis fyrir flotann. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Olíuframleiðsla er hafin á Þorvaldseyri og ók Ólafur Eggertsson bóndi í fyrsta sinn í dag traktor sem gekk fyrir olíu af hans eigin akri. Hjá Siglingastofnun vonast menn til að íslenski fiskiskipaflotinn verði í framtíðinni knúinn með íslenskri jurtaolíu. Sérfræðingar frá Siglingastofnun og Landbúnaðarháskólanum voru kátir að sjá vöxtinn í repjunni sem sáð var í júlí en verður uppskera næsta árs. Fyrsti repjuakurinn var hins vegar svona skærgulur í mestum blóma þegar við mynduðum hann sumarið 2009 en það var uppskeran af honum, stútfull ker af repjufræjum, sem menn voru spenntastir fyrir í dag í litlu tilraunastöðinni sem búið er að setja upp á Þorvaldseyri. Fræin voru sett í þartilgerða pressu. Hratið fór í eitt ker, það er í raun úrvalsfóður, en vökvinn, það er olían, fór í annað. Jón Bernódusson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun, segir að fóðurmjölið sé mjög verðmætt og það standi í raun undir kostnaði við ræktunina. Olían sem slík sé því í raun hjáafurð og þar af leiðandi án kostnaðar. Ólafur bóndi hreinsaði olíuna betur í gegnum grisju áður en hann tappaði henni á brúsa. Repjuolíunni var síðan blandað út í hefðbundna dísilolíu í nokkuð jöfnum hlutföllum en síðan hellt á tankinn á hálfrar aldar gömlum Massey Ferguson. Svo var ræst og traktorinn.. jú, hann rauk í gang. Og þá var ekki eftir neinu að bíða en aka af stað. Ólafur segir þetta stóra stund fyrir þau á Þorvaldseyri að aka á eldsneyti af eigin akri, ekki síst eftir þær hremmingar sem gengu yfir í vor og sumar, þegar Eyjafjallajökull gaus, með öskufalli og aurflóðum yfir jörðina. Bóndinn fær líka matarolíu af akrinum og segir að það gæti verið áhugavert að selja hana beint af býli. Hjá Siglingastofnun dreymir menn um að heilu sandarnir verði græddir upp með repju. Jón Bernódusson segir að það sé í raun bakgrunnurinn að þessu verkefni; hvort unnt sé að framleiða lífrænt eldsneyti hérlendis fyrir flotann.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira