Lífið

Butler endurreisir harðhausaferilinn

Gerard Butler hyggst bjarga menningarverðmætum frá stökkbreyttu mannfólki og fjársjóðsleitarmönnum. Fréttablaðið/Heiða
Gerard Butler hyggst bjarga menningarverðmætum frá stökkbreyttu mannfólki og fjársjóðsleitarmönnum. Fréttablaðið/Heiða
Gerard Butler sló eftirminnilega í gegn sem spartverski konungurinn Leonidas þegar hann barðist ásamt örfáum liðsmönnum sínum við fullmannaðan her Persa í myndinni 300. Eftir það breytti hann um stefnu, talaði inn á teiknimynd og lék í rómantískum gaman/hasarmyndum, meðal annars á móti Jennifer Aniston.

Sem betur fer fyrir aðdáendur Skotans hrjúfa virðist þó einhver hafa talað um fyrir honum, því nú er Butler orðaður við alvöru framtíðartrylli þar sem helmingurinn af jörðinni er í eyði eftir sólgos en hinn undirlagður af stökkbreyttum dýrum og mannskepnum á meðan venjulegir jarðarbúar húka einhvers staðar úti í geimnum og bíða þess að upp renni nýr dagur. Myndin heitir Afterburn en handritið hefur vakið mikla athygli hjá stórframleiðendum Hollywood.

Upphaflega var hlutverkið hugsað fyrir Spider Man leikarann Tobey Maguire þegar hann var heitasta stjarnan í Hollywood. Svo fór að Maguire gat ekki tekið verkið að sér en sem betur fer fyrir Butler situr Antoine Fuqua enn við stjórnvölinn. Butler á að leika foringja sérsveitar sem fer niður á jörðina til að bjarga menningarverðmætum á borð við Monu Lisu og þarf þá að kljást við hungruð villidýr og fjársjóðsleitarmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.