Innlent

Var stunginn margsinnis í rúminu

Frá vettangi á sunnudag. Mynd / Egill.
Frá vettangi á sunnudag. Mynd / Egill.

Áverkar á líki mannsins, sem fannst látinn á heimili sínu í hafnarfirði í gær, benda til þess að hann hafi verið stunginn oftar en einu sinni með eggvopni.

Hann fannst látinn við hliðina á rúminu sínu. Samkvæmt heimildum Vísis mátti meðal annars finna stungusár á baki mannsins.

Tugir manna hafa verið yfirheyrðir í dag og í gær en lögregla hefur enn engan grunaðan um morðið.

Hinn látni, framkvæmdastjórinn Hannes Þór Helgason, var einn heima hjá sér í Háabergi í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags. Einhvern tímann um nóttina var ráðist á hann þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu og voru honum veitt nokkur stungusár með eggvopni.

Ekki er að sjá að brotist hafi verið inn til hans en lögreglan vildi ekki gefa upplýsingar um það hvernig morðinginn komst inn á heimilið. Af vettvangi má sjá að hurðin hefur ekki verið spörkuð upp né hefur rúða á hurðinni verið brotin.

Hannes fannst látinn við rúmið nokkrum klukkustundum eftir árásina. Það var unnusta hans kom að honum laust fyrir hádegi í gær. Samkvæmt heimildum Vísis ók hinn látni stúlkunni til Reykjavíkur kvöldið áður.

Rannsókn lögreglunnar hefur verið gríðarlega umfangsmikil. Að sögn rannsóknarlögreglumanna hafa fjölmargir verið yfirheyrðir í dag og í gær án þess þó nokkur hafi verið handtekinn grunaður um manndrápið.

Raunar er enginn sérstaklega grunaður af lögreglu um verknaðinn.

Hinn látni, Hannes, var fæddur 1973 og var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu sem faðir hans Helgi stofnaði. Hann var barnlaus.

Lögregla biður alla þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í 444-1104.


Tengdar fréttir

Morð í Hafnarfirði: Unnustan kom að hinum látna

Rannsókn lögreglu á manndrápi sem átti sér stað í heimahúsi við Háaberg í Hafnarfirði í gær heldur áfram og er mjög umfangsmikil. Hinn látni hét Hannes Þór Helgason, fæddur árið 1973.

Nafn mannsins sem var myrtur

Maðurinn sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í gærdag hét Hannes Helgason. Honum var ráðinn bani með eggvopni og er morðingjans nú leitað. Hannes var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu, hann var fæddur árið 1973 og bjó hann einn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×