Innlent

Nafn mannsins sem var myrtur

Maðurinn sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í gærdag hét Hannes Helgason. Honum var ráðinn bani með eggvopni og er morðingjans nú leitað. Hannes var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu, hann var fæddur árið 1973 og bjó hann einn.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna málsins um miðnætti í gær. Þá höfðu fjölmargir verið yfirheyrðir auk þess sem unnið hefur verið úr gögnum sem aflað var með tæknirannsókn á vettvangi.

Þegar tilkynningin var send höfðu yfirheyrslurnar ekki enn leitt til þess að ljóst sé orðið um málsatvik. Rannsókn málsins heldur því áfram.


Tengdar fréttir

Morðinginn gengur enn laus

Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við morðið á 37 ára gömlum karlmanni sem fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í dag. Þetta sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjón, í samtali við fréttastofu á níunda tímanum í kvöld. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Friðrik gat heldur ekki sagt til um hvort fjölmiðlum yrði send fréttatilkynning um framvindu rannsóknarinnar í kvöld.

Morð í Hafnarfirði: Margir yfirheyrðir en óljóst um málsatvik

Rannsókn á manndrápi í Hafnarfirði hefur verið í fullum gangi frá því tilkynnt var um atburðinn laust fyrir hádegi í gær en maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu og hafði honum verið ráðinn bani með eggvopni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu vegna málsins um miðnætti í gær. Þá höfðu fjölmargir verið yfirheyrðir auk þess sem unnið hefur verið úr gögnum sem aflað var með tæknirannsókn á vettvangi. Þegar tilkynningin var send höfðu yfirheyrslurnar ekki enn leitt til þess að ljóst sé orðið um málsatvik. Rannsókn málsins heldur því áfram.

Morðinginn ófundinn

Maðurinn sem fannst látinn laust fyrir hádegi á heimahúsi í Hafnarfirði var að öllum líkindum myrtur með eggvopni. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlöregluþjónn, segir í tilkynningu að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins og að rannsókn þess sé á frumstigi.

Fannst látinn með stungusár

Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Hafnarfirði í hádeginu í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann með stungusár sem talið er að hann hafi hlotið í nótt. Fjölmennt lið lögreglu kom á vettvang og vinnur tæknideild nú að rannsókn málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×