Innlent

Lýkur við rannsókn á ráðningum í ráðuneytin á þessu ári

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tryggvi Gunnarsson gegnir embætti Umboðsmanns Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson gegnir embætti Umboðsmanns Alþingis.
Umboðsmaður Alþingis gerir ráð fyrir að ljúka við athugun sína á ráðningum í ráðuneytin síðar á þessu ári, samkvæmt heimildum Vísis.

Umboðsmaður Alþingis hefur allt frá árinu 2006 fylgst með mannaráðningum í stjórnarráðinu enda berast honum reglulega ábendingar um að ekki sé alltaf eðlilega staðið að ráðningum þar.

Í fyrra voru að minnsta kosti á fimmta tug manna ráðnir í ráðuneytin án auglýsinga. Fjöldi þeirra sem ráðnir hafa verið án auglýsinga á þessu ári liggur hins vegar ekki fyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×