Innlent

Ísraelskar vörur verði merktar

Félagar í Íslandi Palestínu 
vilja ekki viðskipti við Ísrael.
Félagar í Íslandi Palestínu vilja ekki viðskipti við Ísrael.
Félagið Ísland-Palestína vill að íslenskar verslanakeðjur hætti viðskiptum við Ísrael eða merki að minnsta kosti ísraelskar vörur sérstaklega svo neytendur geti sniðgengið þær.

Helstu matvæla- og verslanakeðjur á Íslandi hafa fengið áskorun um þetta frá félaginu sem vill með herferðinni kynna almenningi hversu öflugt vopn í baráttunni gegn mannréttindabrotum það sé að sniðganga vörur. Sú aðferð hafi borið árangur í baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. - pg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×