Innlent

Friðjón aðstoðar Bjarna Ben

Friðjón R. Friðjónsson
Friðjón R. Friðjónsson
Friðjón R. Friðjónsson tekur í dag tímabundið við starfi aðstoðarmanns Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Sigurður Kári Kristjánsson var aðstoðarmaður Bjarna Benediktsson þar til hann tók sæti á þingi í apríl síðastliðnum. Það gerði hann þegar að Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálftæðisflokksins, tók sér leyfi frá þingstörfum á meðan sérstakur saksóknari skoðar hvort tilefni sé til að taka málefni sem snúa að peningamarkaðssjóðum bankanna til rannsóknar. Illugi var í stjórn Sjóðs 9 hjá Glitni.Friðjón stundaði nám í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur um 12 ára skeið starfaði við upplýsingatækni og miðlun. Friðjón hefur undanfarið starfað sem almannatengill hjá Góðum samskiptum en frá 2007 til ársloka 2009 bjó hann í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. Þar starfaði hann við vefmiðlun og ráðgjöf, bæði sjálfstætt og hjá Globescope Inc. Frá 2002 til 2007 starfaði hann sem sérfræðingur á rekstrarskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Frá 2000 til 2002 vann hann sem vefforritari og viðskiptastjóri á Íslensku vefstofunni.Á meðan Friðjón dvaldi í Bandaríkjunum sótti hann námskeið og fyrirlestra um kynningarmál og skipulag stjórnmálastarfs hjá hugveitum demókrata og repúblikana.Friðjón hefur gengt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann sat í stjórn Heimdallar 1994-1996, í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1999-2005 og var varaformaður sambandsins 2003 til 2005. Hann hefur setið í stjórnum hverfafélaga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í stjórnum málefnanefnda flokksins. Hann er kvæntur Elizabeth B. Lay arkitekt og eiga þau tvær dætur.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.