Innlent

Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður

Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka.
Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka.

Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding.

Umboðssvik eru hegningarlagabrot sem varða allt að tveggja ára fangelsi og allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Auk Styrmis eru Ragnar Zophanías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, einnig ákærðir.

Stöð 2 greindi frá ákærunum í kvöldfréttum. Alls voru fjórtán einstaklingar grunaðir undir rannsókn málsins. Rannsókn var hins vegar felld niður á hendur Birgi Ómari Haraldssyni, fyrrverandi stjórnarmanni og Auði Örnu Eiríksdóttur, útibússtjóra Byrs, og níu öðrum sakborningum, en þeir fengu allir bréf þess efnis frá embætti sérstaks saksóknara í samræmi við lög um meðferð sakamála sem skylda embættið til að tilkynna sakborningum ef rannsókn er lokið.

Styrmir Þór bragason er fyrrverandi forstjóri MP banka og hafði stöðu grunaðs manns meðan á rannsókn málsins stóð. Því vakti það athygli þegar hann var ráðinn af lífeyrissjóðunum sem ráðgjafi vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar Byrs.

Það var mbl.is sem greindi frá því að Styrmir Þór væri einn af hinum þremur sem ákærðir eru vegna umboðssvikanna, en fréttastofa greindi fyrst frá því að þrír hefðu verið ákærðir, Ragnar Zophonías, Jón Þorsteinn og ónafngreindur þriðji maður.






Tengdar fréttir

Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur

Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×