Innlent

Evrópa bregst ef evran fellur

Angela Merkel
Angela Merkel

„Það er okkar sögulega verkefni. Ef evran bregst þá bregst Evrópa," sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, þegar hún í gær hvatti neðri deild þingsins til að samþykkja hlut Þýskalands í eitt þúsund milljarða evra björgunarpakka í Evrópu.

„Evran er í hættu. Ef við náum ekki að bægja henni frá þá verða afleiðingarnar óútreiknanlegar fyrir Evrópu og afleiðingarnar utan Evrópu eru óútreiknanlegar," sagði Merkel sem lét viðvörunar­orð sín falla í kjölfar þess að Þjóðverjar settu nýjar reglur sem banna skortsölu á skuldabréfum stórra fjármálafyrirtækja og á hlutabréfum í þeim.

- gar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×