Óhugnanleg upptaka af hótunum meints kynþáttahatara 15. september 2010 18:44 Bróðir kúbversks pilts, sem flúði land ásamt föður þeirra, segist ekki óttast ofbeldismenn sem hótað hafa honum og fjölskyldu hans. Maðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hótaði honum öllu illu í símtali. Við vörum við orðbragði mannsins í þessari frétt. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum neyddust kúbverkskir feðgar að flýja land um síðustu helgi eftir að hafa sætt ofsóknum vegna sambands sonarins, sem er 16 ára við íslenska stúlku. Handrukkari sem réðst inn á heimili þeirra var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla hefur sagt að málið megi hugsanlega tengja við kynþáttahatur. Fréttastofa hefur undir höndum hljóðritun af símtali sem átti sér stað á laugardag milli eldri bróður drengsins sem flúði land við mann sem hann telur vera handrukkarann sem nú er í haldi lögreglu. Símtalið er eftirfarandi: „Haltu kjafti, negra fokking tittur. Ég ætla að taka þig, ógeðslegi titturinn þinn, ha, þig og þitt negra fokking hyski, silurðu, ha... (ógreinilegt) Ef þú fokking stoppar ekki þá fokking hengi ég þig." Það skalt tekið fram að símatalið allt er mun lengra. Og fréttastofa hefur ekki fengið staðfest hver það er sem hefur þarna í hótunum. En skömmu eftir að símtalinu lauk fóru tveir menn að heimili föðurs þeirra og brutu þar allt og brömluðu. Annar þeirra var fyrrgreindur handrukkari sem nú er í gæsluvarðhaldi. Sú árás var kornið sem fyllti mælinn og daginn eftir flúði faðirinn land ásamt yngri syninum. Sá eldri varð eftir. En hann segist óhræddur og treystir lögreglunni til að leysa málið. „Ég treysti íslensku þjóðinni og allt fólk sem ég hef hitt er gott fólk og ég vil þakka íslensku þjóðinni því ég hef fengið mikinn stuðning víðsvegar af," segir Juan Alberto Borges Del Pino, bróðir piltsins sem varð fyrir árásinni. Albert ræddi við pabba sinn í dag. „Pabbi er ennþá að jafna sig á þessu. Hann er í sjokki. Það er erfitt að jafna sig á svona löguðu. En ég á von á að þeir komi sem fyrst heim aftur og held að Ísland vilji fá þá aftur," segir Albert. Hann vonar að pabbi sinn og bróðir verði komnir heim fyrir næstu helgi því á laugardaginn verður haldin ganga til stuðnings við kúbversku feðgana. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Bróðir kúbversks pilts, sem flúði land ásamt föður þeirra, segist ekki óttast ofbeldismenn sem hótað hafa honum og fjölskyldu hans. Maðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hótaði honum öllu illu í símtali. Við vörum við orðbragði mannsins í þessari frétt. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum neyddust kúbverkskir feðgar að flýja land um síðustu helgi eftir að hafa sætt ofsóknum vegna sambands sonarins, sem er 16 ára við íslenska stúlku. Handrukkari sem réðst inn á heimili þeirra var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla hefur sagt að málið megi hugsanlega tengja við kynþáttahatur. Fréttastofa hefur undir höndum hljóðritun af símtali sem átti sér stað á laugardag milli eldri bróður drengsins sem flúði land við mann sem hann telur vera handrukkarann sem nú er í haldi lögreglu. Símtalið er eftirfarandi: „Haltu kjafti, negra fokking tittur. Ég ætla að taka þig, ógeðslegi titturinn þinn, ha, þig og þitt negra fokking hyski, silurðu, ha... (ógreinilegt) Ef þú fokking stoppar ekki þá fokking hengi ég þig." Það skalt tekið fram að símatalið allt er mun lengra. Og fréttastofa hefur ekki fengið staðfest hver það er sem hefur þarna í hótunum. En skömmu eftir að símtalinu lauk fóru tveir menn að heimili föðurs þeirra og brutu þar allt og brömluðu. Annar þeirra var fyrrgreindur handrukkari sem nú er í gæsluvarðhaldi. Sú árás var kornið sem fyllti mælinn og daginn eftir flúði faðirinn land ásamt yngri syninum. Sá eldri varð eftir. En hann segist óhræddur og treystir lögreglunni til að leysa málið. „Ég treysti íslensku þjóðinni og allt fólk sem ég hef hitt er gott fólk og ég vil þakka íslensku þjóðinni því ég hef fengið mikinn stuðning víðsvegar af," segir Juan Alberto Borges Del Pino, bróðir piltsins sem varð fyrir árásinni. Albert ræddi við pabba sinn í dag. „Pabbi er ennþá að jafna sig á þessu. Hann er í sjokki. Það er erfitt að jafna sig á svona löguðu. En ég á von á að þeir komi sem fyrst heim aftur og held að Ísland vilji fá þá aftur," segir Albert. Hann vonar að pabbi sinn og bróðir verði komnir heim fyrir næstu helgi því á laugardaginn verður haldin ganga til stuðnings við kúbversku feðgana.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira