Lífið

Fékk sér húðflúr með lótusblómi og hjarta

Glæpasagnahöfundurinn Lilja Sigurðardóttir með nýja húðflúrið sitt. 
fréttablaðið/vilhelm
Glæpasagnahöfundurinn Lilja Sigurðardóttir með nýja húðflúrið sitt. fréttablaðið/vilhelm
„Þetta er hjarta til að minna mig á að hlusta alltaf á hjartað," segir glæpasagnahöfundurinn Lilja Sigurðardóttir um nýtt húðflúr sem hún fékk sér fyrir skömmu.

„Svo er þarna lótusblóm en lótusinn er eina plantan í heiminum sem ber bæði blóm og ávöxt í einu. Það er táknrænt fyrir þetta búddíska lögmál um orsök og afleiðingar sem ég trúi mjög mikið á. Það minnir mann á að allar gjörðir hafa afleiðingu, fyrir utan að þetta er ægilega smart," útskýrir hún en húðflúrið var sett yfir eldra tattú sem var minna í sniðum.

Aðspurð segist hún hafa iðkað japanskan búddisma í nokkur ár. „Þetta er hin besta aðferð til að takast á við heiminn og lífið. Búddisminn er á mörkum þess að vera heimspeki og trúarbrögð. Ég á pínulítið erfitt með að trúa en á auðvelt með að skilja lógík í hlutunum. Mér finnst búddisminn bjóða upp á það frekar heldur en mörg önnur trúarbrögð."

Lilja gaf fyrir skömmu út sína aðra glæpasögu, Fyrirgefningu, hjá forlaginu Bjarti. „Ég var einhvern tímann að ýta á eftir fyrirframgreiðslunni á höfundarlaununum og sagði að það væri af því að ég ætlaði að fá mér tattú. Ef ég held áfram að skrifa bækur, hvernig mun ég þá líta út eftir nokkur ár," segir hún og hlær. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.