Vonast eftir betri niðurstöðu í kosningunum 28. maí 2010 06:45 Jón Gnarr. „Þetta eru nú ákveðin vonbrigði. Ég stóð í þeirri trú að við myndum bæta við okkur jafnt og þétt. Ég hef stefnt að því allan tímann að ná hreinum meirihluta til að við getum staðið fyrir einhverjum alvöru breytingum í borginni," segir Jón Gnarr, efsti maður á lista Besta flokksins. „Ég hef fulla trú á því og vona það svo innilega að við náum hreinum meirihluta svo það verði alveg gleði í gegn og Reykvíkingar geti átt bjarta og skemmtilega framtíð með Besta flokknum." Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar vill gera betur í kosningunum en í könnuninni. „Við teljum atvinnumálin vera stærsta málið og erum eini flokkurinn sem er að kynna raunhæfa aðgerða-áætlun í þeim málaflokki. Ég vona því að eftir að hefur verið talið upp úr kössunum þá verði staða okkar enn sterkari en þetta gefur til kynna," segir Dagur B. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vonast eftir betri niðurstöðu í kosningunum. „Við erum að sækja á miðað við síðustu könnun Fréttablaðsins þótt aðrar nýlegar skoðanakannanir hafi sýnt okkur eitthvað hærri. Ég vonast auðvitað til þess að niðurstaðan úr kosningunum færi okkur fleiri borgarfulltrúa og að íbúar í Reykjavík kjósi með áframhaldandi árangri án skattahækkana og nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum," segir Hanna Birna. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, hafði fátt um könnunina að segja. „Ég hef fátt um þetta að segja. Ég ætla bara að nota daginn á morgun til að halda áfram að tala við fólk. Við erum á baráttufundi í Iðnó þar sem er brjálæðisleg stemning og brjálæðislega margir. Við ætlum bara að fara út og sannfæra fólk og það mun alveg örugglega takast," segir Sóley Tómasdóttir. - shá Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Þetta eru nú ákveðin vonbrigði. Ég stóð í þeirri trú að við myndum bæta við okkur jafnt og þétt. Ég hef stefnt að því allan tímann að ná hreinum meirihluta til að við getum staðið fyrir einhverjum alvöru breytingum í borginni," segir Jón Gnarr, efsti maður á lista Besta flokksins. „Ég hef fulla trú á því og vona það svo innilega að við náum hreinum meirihluta svo það verði alveg gleði í gegn og Reykvíkingar geti átt bjarta og skemmtilega framtíð með Besta flokknum." Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar vill gera betur í kosningunum en í könnuninni. „Við teljum atvinnumálin vera stærsta málið og erum eini flokkurinn sem er að kynna raunhæfa aðgerða-áætlun í þeim málaflokki. Ég vona því að eftir að hefur verið talið upp úr kössunum þá verði staða okkar enn sterkari en þetta gefur til kynna," segir Dagur B. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vonast eftir betri niðurstöðu í kosningunum. „Við erum að sækja á miðað við síðustu könnun Fréttablaðsins þótt aðrar nýlegar skoðanakannanir hafi sýnt okkur eitthvað hærri. Ég vonast auðvitað til þess að niðurstaðan úr kosningunum færi okkur fleiri borgarfulltrúa og að íbúar í Reykjavík kjósi með áframhaldandi árangri án skattahækkana og nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum," segir Hanna Birna. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, hafði fátt um könnunina að segja. „Ég hef fátt um þetta að segja. Ég ætla bara að nota daginn á morgun til að halda áfram að tala við fólk. Við erum á baráttufundi í Iðnó þar sem er brjálæðisleg stemning og brjálæðislega margir. Við ætlum bara að fara út og sannfæra fólk og það mun alveg örugglega takast," segir Sóley Tómasdóttir. - shá
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira