Erlent

Flutt inn í Downingstræti 10

Mynd/AFP

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og fjölskylda hans fluttu í gær formlega inn í embættisbústað ráðherrans í Downingstræti 10. Cameron greindi frá því í samtali við breska ríkisútvarpið að fjölskyldan muni sakna hússins í Notting Hill í vesturhluta Lundúna þar sem þau hafa búið undanfarin ár. Þeirra allra, og ekki síst barnanna sem eru sex og fjögurra ára gömul, bíði samt sem áður mikil ævintýri.

Húsið sem fjölskyldan flytur úr er metið á 2,7 milljónir punda eða jafnvirði hálfs milljarðs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×