Innlent

Ólafur í Ríó tríó á gjörgæslu - gæsluvarðhalds krafist

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þórðarson liggur á slysadeild með alvarlega áverka.
Ólafur Þórðarson liggur á slysadeild með alvarlega áverka.
Krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum sem réðst á föður sinn í Þingholtunum seinni partinn í gær, samkvæmt heimildum Vísis. Maðurinn hefur játað á sig verknaðinn.

Sá sem ráðist var á heitir Ólafur Þórðarson og er einn af tónlistarmönnunum í Ríó tríó. Hann liggur þungt haldinn með höfuðáverka á sjúkrahúsi. Kona sem handtekin var vegna árásarinnar verður væntanlega látin laus, samkvæmt heimildum Vísis.

Samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirlögregluþjóni var árásarmaðurinn handtekinn á heimili sínu í Vesturbæ í gærkvöld.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×