Íslenski boltinn

Kjartan Henry: Þetta fer í reynslubankann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kjartan Henry með skalla.
Kjartan Henry með skalla.

„Þetta var bara einbeitingarleysi í upphafi seinni hálfleiks," sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir að liðið steinlá 0-3 fyrir Karpaty í Evrópukeppninni í kvöld.

Það sást vel í leiknum í kvöld að Karpaty er töluvert sterkara lið en KR. „Aðallega fannst mér það sjást í seinni hálfleik. Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik. Við leyfðum þeim að dútla með boltann eins og við lögðum upp með á þeirra vallarhelmingi og mættum þeim svo þegar þeir komu á okkar helming," sagði Kjartan Henry.

„Við börðumst vel saman allir sem einn í fyrri hálfleik og fórum með 0-0 í hálfleik sem var nokkuð gott. Mér fannst við fá hreinni færi og hefðum vel getað skorað," sagði Kjartan.

„Svo fáum við á okkur skítamark strax í byrjun seinni hálfleik, eitthvað drulluskot sem skoppaði tvisvar áður en það varð mark. Það var köld vatnsgusa í andlitið á okkur eftir að hafa barist vel."

„Við vorum of svekktir eftir þetta mark og með hausinn ofan í jörðinni. Eftir að við fengum á okkur annað markið var þetta erfitt," sagði Kjartan sem viðurkennir að óraunhæft sé að stefna áfram í keppninni eftir þessi úrslit.

„Við förum út og höfum engu að tapa, reynum að spila eins vel og við getum. Þetta fer í reynslubankann og vonandi þjappar hópnum saman,"








Fleiri fréttir

Sjá meira


×