Innlent

Fjölmenni við útför Hannesar

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Fjölmenni var við útför Hannesar Þórs Helgasonar sem var gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði klukkan eitt í dag. Færri komust að í kirkjunni en vildu og var athöfninni því varpað á skjá í íþróttasal Víðistaðaskóla.



Séra Gunnar Rúnar Matthíasson jarðsöng og Björgvin Halldórsson, Stefán Hilmarsson, Páll Rósinkrans og Karlakórinn Þrestir sáu um tónlistarflutning.



Hannesi Þór Helgasyni var ráðinn bani á heimili sínu sunnudaginn 15. ágúst. Banamaður hans er enn ófundinn.



Nánar verður sagt frá útför Hannesar í kvöldfréttum Stöðvar 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×