Fylgismenn Samfylkingar klofnir í afstöðu til ákæra 24. september 2010 06:30 Tæplega helmingur stuðningsmanna Samfylkingarinnar vill að einhver af ráðherrunum í ríkisstjórninni sem sat í hruninu verði ákærður. Meirihluti Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar eru klofnir í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi einhverja af þeim ráðherrum sem sátu í hruninu fyrir landsdóm. Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana, en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru því almennt andstæðir. Meirihluti landsmanna vill að einhverjir af þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórn Geirs H. Haarde í hruninu verði sóttir til saka fyrir landsdómi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 61,2 prósent vilja að einhverjir ráðherrar verði ákærðir fyrir landsdómi. Um 38,8 prósent vildu ekki að neinn af ráðherrunum yrði ákærður. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 45,8 prósent þeirra sem sögðust myndu styðja Samfylkinguna að einhver ráðherranna verði ákærður, en 54,2 prósent sögðust ekki vilja ákæra ráðherrana. Meðal stuðningsmanna Vinstri grænna var eindreginn stuðningur við ákærurnar. Alls vilja 80,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu ákæra, en 19,7 prósent eru því mótfallin. Aðeins 25,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til kosninga nú vilja að ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Mikill meirihluti, 74,6 prósent, er því andvígur. Um 65 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins sögðust vilja ákæra einhvern af ráðherrunum, en 35 prósent voru því andvíg. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar eða Borgarahreyfingarinnar. Þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis náði ekki samkomulagi um hvort kæra ætti fyrrum ráðherrana. Þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar voru sammála um að ákæra ætti fjóra fyrrum ráðherra, þau Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Þingmenn Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni vildu ákæra þrjá ráðherra, Geir, Ingibjörgu og Árna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni vildu ekki ákæra ráðherrana. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Á að ákæra fyrir landsdómi einhvern af ráðherrunum í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem sat í hruninu? Alls tóku 79,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Stuðningsmenn Samfylkingarinnar eru klofnir í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi einhverja af þeim ráðherrum sem sátu í hruninu fyrir landsdóm. Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana, en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru því almennt andstæðir. Meirihluti landsmanna vill að einhverjir af þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórn Geirs H. Haarde í hruninu verði sóttir til saka fyrir landsdómi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 61,2 prósent vilja að einhverjir ráðherrar verði ákærðir fyrir landsdómi. Um 38,8 prósent vildu ekki að neinn af ráðherrunum yrði ákærður. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 45,8 prósent þeirra sem sögðust myndu styðja Samfylkinguna að einhver ráðherranna verði ákærður, en 54,2 prósent sögðust ekki vilja ákæra ráðherrana. Meðal stuðningsmanna Vinstri grænna var eindreginn stuðningur við ákærurnar. Alls vilja 80,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu ákæra, en 19,7 prósent eru því mótfallin. Aðeins 25,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til kosninga nú vilja að ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Mikill meirihluti, 74,6 prósent, er því andvígur. Um 65 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins sögðust vilja ákæra einhvern af ráðherrunum, en 35 prósent voru því andvíg. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar eða Borgarahreyfingarinnar. Þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis náði ekki samkomulagi um hvort kæra ætti fyrrum ráðherrana. Þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar voru sammála um að ákæra ætti fjóra fyrrum ráðherra, þau Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Þingmenn Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni vildu ákæra þrjá ráðherra, Geir, Ingibjörgu og Árna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni vildu ekki ákæra ráðherrana. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Á að ákæra fyrir landsdómi einhvern af ráðherrunum í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem sat í hruninu? Alls tóku 79,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira