Undrast yfirlýsingar þingmanna Vinstri grænna 26. júlí 2010 19:10 Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. Forystumenn stjórnarflokkanna funduðu um málið í stjórnarráðinu í dag og ræddu við fjölmiðlamenn á staðnum. Steingrímur J. Sigfússon telur að ríkisstjórnarsamstarfið sé ekki hættu vegna málsins. „Nei það tel ég ekki vera. Við ætlum að leysa þetta mál eins og önnur og erum að vinna í því og munum halda því áfram." Fimm manna ráðherranefnd ætlar að skoða málið á næstu dögum og kanna mögulegar lausnir. „Það er allavega ljóst að það þarf að breyta lögum, meðal ananrs lögum um erlendar fjárfestingu en ég ætla ekki að gefa upp um möguleika á öðrum lagabreytingum," segir Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra. Steingrímur J. segir málið margþætt.„Við erum að skoða bæði það sérstaklega en líka heildarsamhengið, lagaumhverfið á sviði orkumála hvernig við tryggjum opinbert eignarhald og almanahagsmuni í þessum málum almennt. Það er viðfangsefni þessarar ríkisstjórnar og hefur verið frá byrjun eins og lesa má um í stjórnarsáttmálanum." Þingflokkur samfylkingarinnar hittist á óformlegum fundi nú síðdegis en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir nauðsynlegt að gera úttekt á lögmæti samningsins áður en til aðgerða er gripið. „Við höfum verið að skoða hvort að við getum haft aðkomu að þessu máli og þá er það með því að skoða sjálfstætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar lögmæti þessa gjörnings. Og síðan lög um það að treysta betur í sessi opinbera eignaraðild að orkufyrirtækjum," segir Jóhanna og bætir við. „Síðan hugsanlega að fara í rannsókn á einkavæðingu HS orku allt frá 2007." En er Samfylkingin ekki orðin langþreytt á þessum óánægjuarmi Vinstri grænna? „Það er mjög erfitt við það að búa og óheppilegt þegar þingmenn eru með yfirlýsingar um það að ríkisstjórnin fari frá ef hitt og þetta gerist ekki . Menn eru í samvinnu saman og mig undrar sumar þessara yfirlýsingar vegna þess að það var ráðherranefnd í gangi og er til þess að útkljá þetta mál," segir Jóhanna en er ríkisstjórnarsamstarfið í hættu? „Nei, ég vona að við klárum þetta mál." Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. Forystumenn stjórnarflokkanna funduðu um málið í stjórnarráðinu í dag og ræddu við fjölmiðlamenn á staðnum. Steingrímur J. Sigfússon telur að ríkisstjórnarsamstarfið sé ekki hættu vegna málsins. „Nei það tel ég ekki vera. Við ætlum að leysa þetta mál eins og önnur og erum að vinna í því og munum halda því áfram." Fimm manna ráðherranefnd ætlar að skoða málið á næstu dögum og kanna mögulegar lausnir. „Það er allavega ljóst að það þarf að breyta lögum, meðal ananrs lögum um erlendar fjárfestingu en ég ætla ekki að gefa upp um möguleika á öðrum lagabreytingum," segir Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra. Steingrímur J. segir málið margþætt.„Við erum að skoða bæði það sérstaklega en líka heildarsamhengið, lagaumhverfið á sviði orkumála hvernig við tryggjum opinbert eignarhald og almanahagsmuni í þessum málum almennt. Það er viðfangsefni þessarar ríkisstjórnar og hefur verið frá byrjun eins og lesa má um í stjórnarsáttmálanum." Þingflokkur samfylkingarinnar hittist á óformlegum fundi nú síðdegis en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir nauðsynlegt að gera úttekt á lögmæti samningsins áður en til aðgerða er gripið. „Við höfum verið að skoða hvort að við getum haft aðkomu að þessu máli og þá er það með því að skoða sjálfstætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar lögmæti þessa gjörnings. Og síðan lög um það að treysta betur í sessi opinbera eignaraðild að orkufyrirtækjum," segir Jóhanna og bætir við. „Síðan hugsanlega að fara í rannsókn á einkavæðingu HS orku allt frá 2007." En er Samfylkingin ekki orðin langþreytt á þessum óánægjuarmi Vinstri grænna? „Það er mjög erfitt við það að búa og óheppilegt þegar þingmenn eru með yfirlýsingar um það að ríkisstjórnin fari frá ef hitt og þetta gerist ekki . Menn eru í samvinnu saman og mig undrar sumar þessara yfirlýsingar vegna þess að það var ráðherranefnd í gangi og er til þess að útkljá þetta mál," segir Jóhanna en er ríkisstjórnarsamstarfið í hættu? „Nei, ég vona að við klárum þetta mál."
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira