Villtir laxastofnar njóti fjármálagróða 7. maí 2010 04:30 Paul Volcker stýrði Bandaríkjunum út úr verðbólguskeiði sem seðlabankastjóri og talar nú fyrir verndun laxastofna. Nordic Photos/AFP Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur gengið til liðs við Norður-Atlantshafslaxasjóðinn (NASF) undir formennsku Orra Vigfússonar. „Nýlega valdi Obama forseti Volcker til að leiða teymi hans um efnahagslega endurreisn og nú er það Norður-Atlantshafslaxajóðurinn sem biður um liðsinni Volckers til að endurreisa stofna villta Atlantshafslaxins,“ segir í frétt frá NASF. Volcker, sem var seðlabankastjóri Bandaríkjanna á árunum 1979 til 1987, er persónulegur vinur Orra Sigfússonar og forfallinn fluguveiðimaður. Að því er segir í tilkynningunni frá NASF hefur Volcker um árabil stutt sjóðinn í að kaupa upp netalagnir laxveiðimanna í sjó á Norður-Atlantshafi og þar með leitast við að laxinn gæti gengið í ár sínar og hrygnt. Til að styðja NASF samþykkti Volcker nýlega að halda ræður í tveimur kvöldverðum með áhrifafólki í fjármálaheiminum í París og London. Óhætt er að segja að Volcker njóti víðtækrar virðingar fyrir störf sín. Þannig segir núverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Ben Bernanke, í grein í nýjasta hefti tímaritsins Time að sigur seðlabankans, undir stjórn Volckers, á verðbólgu snemma á níunda áratugnum hafa lagt grunn að vexti hagkerfisins í áratugi. Að því er segir í tilkynningu NASF sagði Volcker í París að fjármálafyrirtæki, sérstaklega í Bandaríkjunum og Englandi, hefðu verið ákaflega ábatasöm. Í anda þess að „þiggja og gefa“ ættu sum þessara fyrirtækja og einstaklingar sem hafa hagnast vel að leggja rausnarleg framlög til NASF. - gar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur gengið til liðs við Norður-Atlantshafslaxasjóðinn (NASF) undir formennsku Orra Vigfússonar. „Nýlega valdi Obama forseti Volcker til að leiða teymi hans um efnahagslega endurreisn og nú er það Norður-Atlantshafslaxajóðurinn sem biður um liðsinni Volckers til að endurreisa stofna villta Atlantshafslaxins,“ segir í frétt frá NASF. Volcker, sem var seðlabankastjóri Bandaríkjanna á árunum 1979 til 1987, er persónulegur vinur Orra Sigfússonar og forfallinn fluguveiðimaður. Að því er segir í tilkynningunni frá NASF hefur Volcker um árabil stutt sjóðinn í að kaupa upp netalagnir laxveiðimanna í sjó á Norður-Atlantshafi og þar með leitast við að laxinn gæti gengið í ár sínar og hrygnt. Til að styðja NASF samþykkti Volcker nýlega að halda ræður í tveimur kvöldverðum með áhrifafólki í fjármálaheiminum í París og London. Óhætt er að segja að Volcker njóti víðtækrar virðingar fyrir störf sín. Þannig segir núverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Ben Bernanke, í grein í nýjasta hefti tímaritsins Time að sigur seðlabankans, undir stjórn Volckers, á verðbólgu snemma á níunda áratugnum hafa lagt grunn að vexti hagkerfisins í áratugi. Að því er segir í tilkynningu NASF sagði Volcker í París að fjármálafyrirtæki, sérstaklega í Bandaríkjunum og Englandi, hefðu verið ákaflega ábatasöm. Í anda þess að „þiggja og gefa“ ættu sum þessara fyrirtækja og einstaklingar sem hafa hagnast vel að leggja rausnarleg framlög til NASF. - gar
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira