Enski boltinn

Carroll lofaði Pardew að hann ætli að vera áfram hjá Newcastle

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll í leik á móti Liverpool.
Andy Carroll í leik á móti Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Andy Carroll, framherji Newcastle United, lofaði stjóranum Alan Pardew á jóladag að hann vilji vera áfram hjá sínu æskufélagi þrátt fyrir mikinn áhuga ensku stórliðana á því að fá hann til sín.

Carroll gaf Pardew loforðið á fundi liðsins 25. desember þegar liðið gat ekki æft á æfingavellinum þar sem að allt var á kafi í snjó. Pardew svaraði þessu með því að fullvissa leikmanninn að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til þess að halda Carroll hjá Newcastle.

„Ég sagði við Andy á jóladag: Ég vil ekki tala fyrir þína hönd og við erum hér til þess að tala saman. Það væri frábærar fréttir fyrir okkur ef þú værir hér áfram en það er mikilvægt að þú viljir vera áfram," sagði Alan Pardew.

„Það var gott að heyra Andy segja það að hann vilji vera hér og því hef ég engar áhyggjur af honum í janúar eða þá í sumar. Hann ræður vel við allar vangavelturnar sem eru í gangi í kringum hann og það allra mikilvægasta er að Andy vill spila fyrir Newcastle United," sagði Pardew.

Andy Carroll hefur verið orðaður við Tottenham Hotspur, Chelsea og Manchester City en þessi 21 árs gamli leikmaður hefur skorað 11 mörk í fyrstu 18 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×