Innlent

Forsetinn setur fyrirvara við aðildarviðræður vegna Icesave

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson setur fyrirvara við aðildarviðræður að ESB.
Ólafur Ragnar Grímsson setur fyrirvara við aðildarviðræður að ESB.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að deilur Íslendinga við Breta og Hollendinga vegna Icesave innistæðna veki upp spurningar um aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu.

„Aðgerðir Breta og Hollendinga, sem voru um langt skeið studdar af Evrópusambandinu, hafa vakið upp spurningar í hugum margra Íslendinga: Hverskonar félag er þetta eiginlega?" sagði Ólafur Ragnar í viðtali í dag þar sem hann er staddur á World Economic Forum í Tianjin í Kína, samkvæmt frásögn Businessweek. Blaðið segir frá því að Evrópuþingið hafi skorað á Ísland að leysa ágreininginn við Breta og Hollendinga í júlí síðastliðnum.

Ólafur Ragnar sagði að Íslendingar væru reiðubúnir til þess að ræða um endurgreiðslur vegna Icesave. Bresk og hollensk yfirvöld yrðu hins vegar að gera sér grein fyrir því að það hefi ekki verið nein ríkisábyrgð á Landsbankanum.

„Enginn getur haldið því fram að almenningur á Íslandi eða í stjórnkerfinu á Íslandi sé ekki að bregðast með ábyrgum hætti við fjármálakreppunni. Það þýðir hins vegar ekki að við eigum að samþykkja svívirðilegar kröfur breskra og hollenskra yfirvalda," segir Ólafur Ragnar.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×