Borgin hreinsar til í kringum lóð Hrafns 17. apríl 2010 05:00 laugarnestangi Loftmyndin sýnir það rask sem borgaryfirvöld telja að Hrafn hafi gert á landi utan lóðarmarkanna. Hann hafi stækkað tjarnir og komið upp mannvirkjum. Reykjavíkurborg mun fjarlægja allar óleyfisframkvæmdir utan lóðamarka Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga á mánudag. Hann hefur frest til klukkan 9 á mánudagsmorgun til að fjarlægja muni sem hann telur sig eiga, að öðrum kosti mun borgin láta fjarlægja án frekari fyrirvara „þaðan grjót og annað, sem ekki á þar heima“. Nokkur styr hefur staðið um lóðina og svæðið í kringum hana og Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, óskaði eftir að svæði utan lóðar yrði komið í það horf sem það var þegar samkomulag var gert við Hrafn árið 2003. Þorleifur segir Hrafn hafa brotið það samkomulag og framkvæmt utan lóðar sinnar, í landi sem njóti minjaverndar. Þar sé til dæmis elsti kirkjugarður í Reykjavík og landnámsjörð. Í bréfi frá borginni sem Hrafni barst í gær er vísað í samkomulagið við hann. Þar segir: „Hrafni er ljóst að honum er óheimilt að breyta jarðvegi utan lóðamarka.“ Hrafn segist ekki hafa gert það og segir tjarnir, sem fullyrt er að hann hafi átt við, náttúrulegar. Stærðarmun á þeim á myndum megi skýra með því að mismunandi mikið vatn sé í mýrartjörnum. Það sé eðlilegt. Þá telur hann borgina skaðabótaskylda verði listaverk kúbönsku listakonunnar Nailes Barzaga, sem standa á Laugarnestanganum, fjarlægð. „Mér finnst þetta bera mikinn keim af taugaveiklun.“ Þá segir Hrafn að árið 2007 hafi borgaryfirvöld tilkynnt honum að gert yrði við hann samkomulag um málið. Hann vísaði í tölvubréf frá Hrólfi Jónssyni, sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, en þar segir: „Ég held að það sé áhugi fyrir hendi að koma á einhvers konar samkomulagi milli þín og Reykjavíkurborgar. Það þarf hins vegar að finna því réttu formerkin og farveginn.“ Embættismenn eigi að leita lausnar. Hrafn segir því boltann hafa verið hjá borgaryfirvöldum og því ekki nema eðlilegt að hann hafi beðið rólegur eftir þeirra tilboði. Þá fullyrðir hann að bréf, sem borgaryfirvöld sendu honum dagsett 1. júlí 2009, hafi aldrei borist. Hrafn segir að ekki hafi tekist að ljúka málinu vegna tíðra breytinga í ráðhúsinu. „Vandinn er sá að borgarstjórar hafa komið og farið og ekki skrýtið að eitthvað hafi farið fram hjá þeim.“ kolbeinn@frettabladid.is hrafn gunnlaugsson Innlent Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Reykjavíkurborg mun fjarlægja allar óleyfisframkvæmdir utan lóðamarka Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga á mánudag. Hann hefur frest til klukkan 9 á mánudagsmorgun til að fjarlægja muni sem hann telur sig eiga, að öðrum kosti mun borgin láta fjarlægja án frekari fyrirvara „þaðan grjót og annað, sem ekki á þar heima“. Nokkur styr hefur staðið um lóðina og svæðið í kringum hana og Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, óskaði eftir að svæði utan lóðar yrði komið í það horf sem það var þegar samkomulag var gert við Hrafn árið 2003. Þorleifur segir Hrafn hafa brotið það samkomulag og framkvæmt utan lóðar sinnar, í landi sem njóti minjaverndar. Þar sé til dæmis elsti kirkjugarður í Reykjavík og landnámsjörð. Í bréfi frá borginni sem Hrafni barst í gær er vísað í samkomulagið við hann. Þar segir: „Hrafni er ljóst að honum er óheimilt að breyta jarðvegi utan lóðamarka.“ Hrafn segist ekki hafa gert það og segir tjarnir, sem fullyrt er að hann hafi átt við, náttúrulegar. Stærðarmun á þeim á myndum megi skýra með því að mismunandi mikið vatn sé í mýrartjörnum. Það sé eðlilegt. Þá telur hann borgina skaðabótaskylda verði listaverk kúbönsku listakonunnar Nailes Barzaga, sem standa á Laugarnestanganum, fjarlægð. „Mér finnst þetta bera mikinn keim af taugaveiklun.“ Þá segir Hrafn að árið 2007 hafi borgaryfirvöld tilkynnt honum að gert yrði við hann samkomulag um málið. Hann vísaði í tölvubréf frá Hrólfi Jónssyni, sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, en þar segir: „Ég held að það sé áhugi fyrir hendi að koma á einhvers konar samkomulagi milli þín og Reykjavíkurborgar. Það þarf hins vegar að finna því réttu formerkin og farveginn.“ Embættismenn eigi að leita lausnar. Hrafn segir því boltann hafa verið hjá borgaryfirvöldum og því ekki nema eðlilegt að hann hafi beðið rólegur eftir þeirra tilboði. Þá fullyrðir hann að bréf, sem borgaryfirvöld sendu honum dagsett 1. júlí 2009, hafi aldrei borist. Hrafn segir að ekki hafi tekist að ljúka málinu vegna tíðra breytinga í ráðhúsinu. „Vandinn er sá að borgarstjórar hafa komið og farið og ekki skrýtið að eitthvað hafi farið fram hjá þeim.“ kolbeinn@frettabladid.is hrafn gunnlaugsson
Innlent Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira