Borgin hreinsar til í kringum lóð Hrafns 17. apríl 2010 05:00 laugarnestangi Loftmyndin sýnir það rask sem borgaryfirvöld telja að Hrafn hafi gert á landi utan lóðarmarkanna. Hann hafi stækkað tjarnir og komið upp mannvirkjum. Reykjavíkurborg mun fjarlægja allar óleyfisframkvæmdir utan lóðamarka Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga á mánudag. Hann hefur frest til klukkan 9 á mánudagsmorgun til að fjarlægja muni sem hann telur sig eiga, að öðrum kosti mun borgin láta fjarlægja án frekari fyrirvara „þaðan grjót og annað, sem ekki á þar heima“. Nokkur styr hefur staðið um lóðina og svæðið í kringum hana og Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, óskaði eftir að svæði utan lóðar yrði komið í það horf sem það var þegar samkomulag var gert við Hrafn árið 2003. Þorleifur segir Hrafn hafa brotið það samkomulag og framkvæmt utan lóðar sinnar, í landi sem njóti minjaverndar. Þar sé til dæmis elsti kirkjugarður í Reykjavík og landnámsjörð. Í bréfi frá borginni sem Hrafni barst í gær er vísað í samkomulagið við hann. Þar segir: „Hrafni er ljóst að honum er óheimilt að breyta jarðvegi utan lóðamarka.“ Hrafn segist ekki hafa gert það og segir tjarnir, sem fullyrt er að hann hafi átt við, náttúrulegar. Stærðarmun á þeim á myndum megi skýra með því að mismunandi mikið vatn sé í mýrartjörnum. Það sé eðlilegt. Þá telur hann borgina skaðabótaskylda verði listaverk kúbönsku listakonunnar Nailes Barzaga, sem standa á Laugarnestanganum, fjarlægð. „Mér finnst þetta bera mikinn keim af taugaveiklun.“ Þá segir Hrafn að árið 2007 hafi borgaryfirvöld tilkynnt honum að gert yrði við hann samkomulag um málið. Hann vísaði í tölvubréf frá Hrólfi Jónssyni, sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, en þar segir: „Ég held að það sé áhugi fyrir hendi að koma á einhvers konar samkomulagi milli þín og Reykjavíkurborgar. Það þarf hins vegar að finna því réttu formerkin og farveginn.“ Embættismenn eigi að leita lausnar. Hrafn segir því boltann hafa verið hjá borgaryfirvöldum og því ekki nema eðlilegt að hann hafi beðið rólegur eftir þeirra tilboði. Þá fullyrðir hann að bréf, sem borgaryfirvöld sendu honum dagsett 1. júlí 2009, hafi aldrei borist. Hrafn segir að ekki hafi tekist að ljúka málinu vegna tíðra breytinga í ráðhúsinu. „Vandinn er sá að borgarstjórar hafa komið og farið og ekki skrýtið að eitthvað hafi farið fram hjá þeim.“ kolbeinn@frettabladid.is hrafn gunnlaugsson Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Reykjavíkurborg mun fjarlægja allar óleyfisframkvæmdir utan lóðamarka Hrafns Gunnlaugssonar á Laugarnestanga á mánudag. Hann hefur frest til klukkan 9 á mánudagsmorgun til að fjarlægja muni sem hann telur sig eiga, að öðrum kosti mun borgin láta fjarlægja án frekari fyrirvara „þaðan grjót og annað, sem ekki á þar heima“. Nokkur styr hefur staðið um lóðina og svæðið í kringum hana og Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna, óskaði eftir að svæði utan lóðar yrði komið í það horf sem það var þegar samkomulag var gert við Hrafn árið 2003. Þorleifur segir Hrafn hafa brotið það samkomulag og framkvæmt utan lóðar sinnar, í landi sem njóti minjaverndar. Þar sé til dæmis elsti kirkjugarður í Reykjavík og landnámsjörð. Í bréfi frá borginni sem Hrafni barst í gær er vísað í samkomulagið við hann. Þar segir: „Hrafni er ljóst að honum er óheimilt að breyta jarðvegi utan lóðamarka.“ Hrafn segist ekki hafa gert það og segir tjarnir, sem fullyrt er að hann hafi átt við, náttúrulegar. Stærðarmun á þeim á myndum megi skýra með því að mismunandi mikið vatn sé í mýrartjörnum. Það sé eðlilegt. Þá telur hann borgina skaðabótaskylda verði listaverk kúbönsku listakonunnar Nailes Barzaga, sem standa á Laugarnestanganum, fjarlægð. „Mér finnst þetta bera mikinn keim af taugaveiklun.“ Þá segir Hrafn að árið 2007 hafi borgaryfirvöld tilkynnt honum að gert yrði við hann samkomulag um málið. Hann vísaði í tölvubréf frá Hrólfi Jónssyni, sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, en þar segir: „Ég held að það sé áhugi fyrir hendi að koma á einhvers konar samkomulagi milli þín og Reykjavíkurborgar. Það þarf hins vegar að finna því réttu formerkin og farveginn.“ Embættismenn eigi að leita lausnar. Hrafn segir því boltann hafa verið hjá borgaryfirvöldum og því ekki nema eðlilegt að hann hafi beðið rólegur eftir þeirra tilboði. Þá fullyrðir hann að bréf, sem borgaryfirvöld sendu honum dagsett 1. júlí 2009, hafi aldrei borist. Hrafn segir að ekki hafi tekist að ljúka málinu vegna tíðra breytinga í ráðhúsinu. „Vandinn er sá að borgarstjórar hafa komið og farið og ekki skrýtið að eitthvað hafi farið fram hjá þeim.“ kolbeinn@frettabladid.is hrafn gunnlaugsson
Innlent Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira