Áhugi karla á kynlífi minnkar um fertugt 12. nóvember 2010 13:30 Tobba Marinós vísar oft í Tracey Cox í bókum sínum og var því ánægð með áritað eintak frá kynlífssérfræðingnum.fréttablaðið/anton Kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox er stödd hér á landi til að kynna nýjustu bók sína, Lostaleiki. Daðurdrottningin Tobba Marinós hefur lengi haft mætur á Tracey og því ákvað Fréttablaðið að sameina þessar tvær drottningar og ræddi við þær um karlmenn, kynlíf og íslenska deitmenningu. „Það er svo mikil mýta að allar konur geti fengið fullnægingu einungis við samfarir. Það er í rauninni bara fáránlega lágt hlutfall sem nær því," segir kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox, sem er hér á landi að kynna bók sína Lostaleiki. „Konan þarf að kunna á sig og geta sagt rekkjunauti sínum hvaða svæði þurfi að örva og hvað hann eigi að gera. Flestar konur virðast samt ekki geta talað um þetta og því er ekkert við karlmennina að sakast. Þeir þurfa bara leiðbeiningar." Tracey segir líka aðra algenga mýtu vera þá að karlmenn vilji stöðugt kynlíf. „Það er svo mikið bull. Þegar karlmenn eru í kringum fertugt minnkar áhuginn á kynlífinu til muna. En samt fara þeir á barinn með strákunum og tala endalaust um kynlíf."Ömurleg deitmenningÞegar talið berst að íslensku deitmenningunni er ljóst að margt þarf að laga samkvæmt daðurdrottningunni Tobbu Marinós. „Hér er bara farið á rúntinn og Laugavegurinn keyrður aftur og aftur," segir Tobba, en bætir við að einstaka strákur leggi það á sig að bjóða í bíó. Tracey verður gjörsamlega orðlaus og spyr hvers vegna ekki sé hægt að bjóða í hádegismat eða fara út og fá sér drykk. „Ástæðan er sú að íslenskum strákum finnst þeir vera að reyna of mikið með því að bjóða stelpunni eitthvað fínt," segir Tobba.Hún segir líka marga stráka vilja sleppa deitinu. „Þeir tékka kannski á stelpunni um kvöldið og athuga hvort hún sé að djamma. Svo sendir hann henni SMS seinna um nóttina og vill þá hitta hana. Svo vaknar stelpan bara um morguninn heima hjá honum og allt í rugli," segir Tobba og bætir við að ef strákurinn hafi einhvern áhuga á stelpunni yfirleitt geti hann bara fundið eitthvað almennilegt fyrir þau að gera.Regla um síðasta söludagTracey segir konur oft búa sér til óraunhæfar væntingar þegar komi að karlmönnum. „Konur eru mjög duglegar við að búa til tálsýn af því sem er fyrir framan þær. Þær vonast til að maðurinn geti orðið eitthvað sem hann er bara alls ekki. Svo verða þær fyrir vonbrigðum þegar lengra er komið í sambandinu." Tobbu finnst líka fáránlegt að vinkonur geti ekki farið í sama gaurinn með áralöngu millibili. „Mér finnst að það ætti að vera regla hérna í íslensku samfélagi sem segir til um að þó svo að einhver vinkona þín hafi deitað gaur fyrir tíu árum megir þú fara í hann. Það hlýtur bara að vera einhver „síðasti söludagur"."En hvað eiga íslenskar stelpur þá að gera til að koma í veg fyrir stefnumótaklúður? „Stelpur eiga að vera duglegri að segja „nei" og láta ekki bjóða sér á svona asnaleg deit," segir Tobba og Tracey er henni fullkomlega sammála. „Þið getið allavega byrjað á því að hætta þessum fáránlegu rúntum," segir hún og hlær.Aldrei við Íslending kenndÞegar Tracey kom til landsins fyrir sex árum voru uppi sögusagnir um að hún ætti vingott við íslenskan mann. Er eitthvað hæft í þeim orðrómi? „Nei, almáttugur. Þessi maður hitti mig í miðbænum og spurði mig hvort mig langaði að setjast inn á einhvern veitingastað og fá mér að borða. Þóra, bókaútgefandinn minn, var með mér og þar af leiðandi gerði ég mér enga grein fyrir því að þetta væri stefnumót. Þegar við vorum búin að borða rölti hann með mér að hótelinu og spurði hvort hann mætti koma upp, en ég náttúrulega neitaði því," segir Tracey, sem hefur því aldrei verið við íslenskan karlmann kennd. „Íslenskir karlmenn eru gullfallegir en ég er ekki alveg á lausu núna," segir Tracey og gerir því út um allar vonir einhleypu íslensku karlmannanna.kristjana@frettabladid.is Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox er stödd hér á landi til að kynna nýjustu bók sína, Lostaleiki. Daðurdrottningin Tobba Marinós hefur lengi haft mætur á Tracey og því ákvað Fréttablaðið að sameina þessar tvær drottningar og ræddi við þær um karlmenn, kynlíf og íslenska deitmenningu. „Það er svo mikil mýta að allar konur geti fengið fullnægingu einungis við samfarir. Það er í rauninni bara fáránlega lágt hlutfall sem nær því," segir kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox, sem er hér á landi að kynna bók sína Lostaleiki. „Konan þarf að kunna á sig og geta sagt rekkjunauti sínum hvaða svæði þurfi að örva og hvað hann eigi að gera. Flestar konur virðast samt ekki geta talað um þetta og því er ekkert við karlmennina að sakast. Þeir þurfa bara leiðbeiningar." Tracey segir líka aðra algenga mýtu vera þá að karlmenn vilji stöðugt kynlíf. „Það er svo mikið bull. Þegar karlmenn eru í kringum fertugt minnkar áhuginn á kynlífinu til muna. En samt fara þeir á barinn með strákunum og tala endalaust um kynlíf."Ömurleg deitmenningÞegar talið berst að íslensku deitmenningunni er ljóst að margt þarf að laga samkvæmt daðurdrottningunni Tobbu Marinós. „Hér er bara farið á rúntinn og Laugavegurinn keyrður aftur og aftur," segir Tobba, en bætir við að einstaka strákur leggi það á sig að bjóða í bíó. Tracey verður gjörsamlega orðlaus og spyr hvers vegna ekki sé hægt að bjóða í hádegismat eða fara út og fá sér drykk. „Ástæðan er sú að íslenskum strákum finnst þeir vera að reyna of mikið með því að bjóða stelpunni eitthvað fínt," segir Tobba.Hún segir líka marga stráka vilja sleppa deitinu. „Þeir tékka kannski á stelpunni um kvöldið og athuga hvort hún sé að djamma. Svo sendir hann henni SMS seinna um nóttina og vill þá hitta hana. Svo vaknar stelpan bara um morguninn heima hjá honum og allt í rugli," segir Tobba og bætir við að ef strákurinn hafi einhvern áhuga á stelpunni yfirleitt geti hann bara fundið eitthvað almennilegt fyrir þau að gera.Regla um síðasta söludagTracey segir konur oft búa sér til óraunhæfar væntingar þegar komi að karlmönnum. „Konur eru mjög duglegar við að búa til tálsýn af því sem er fyrir framan þær. Þær vonast til að maðurinn geti orðið eitthvað sem hann er bara alls ekki. Svo verða þær fyrir vonbrigðum þegar lengra er komið í sambandinu." Tobbu finnst líka fáránlegt að vinkonur geti ekki farið í sama gaurinn með áralöngu millibili. „Mér finnst að það ætti að vera regla hérna í íslensku samfélagi sem segir til um að þó svo að einhver vinkona þín hafi deitað gaur fyrir tíu árum megir þú fara í hann. Það hlýtur bara að vera einhver „síðasti söludagur"."En hvað eiga íslenskar stelpur þá að gera til að koma í veg fyrir stefnumótaklúður? „Stelpur eiga að vera duglegri að segja „nei" og láta ekki bjóða sér á svona asnaleg deit," segir Tobba og Tracey er henni fullkomlega sammála. „Þið getið allavega byrjað á því að hætta þessum fáránlegu rúntum," segir hún og hlær.Aldrei við Íslending kenndÞegar Tracey kom til landsins fyrir sex árum voru uppi sögusagnir um að hún ætti vingott við íslenskan mann. Er eitthvað hæft í þeim orðrómi? „Nei, almáttugur. Þessi maður hitti mig í miðbænum og spurði mig hvort mig langaði að setjast inn á einhvern veitingastað og fá mér að borða. Þóra, bókaútgefandinn minn, var með mér og þar af leiðandi gerði ég mér enga grein fyrir því að þetta væri stefnumót. Þegar við vorum búin að borða rölti hann með mér að hótelinu og spurði hvort hann mætti koma upp, en ég náttúrulega neitaði því," segir Tracey, sem hefur því aldrei verið við íslenskan karlmann kennd. „Íslenskir karlmenn eru gullfallegir en ég er ekki alveg á lausu núna," segir Tracey og gerir því út um allar vonir einhleypu íslensku karlmannanna.kristjana@frettabladid.is
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira